Flottur Toyota hrekkur Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 09:51 Toyota er um þessar mundir að kynna nýja gerð hins snaggaralega Aygo smábíls og fór fyrirtækið þessa líka skemmtilegu leið til að kynna hann. Ákveðið var að hrekkja aðeins vegfarendur með því að klæða ökumann bílsins nákvæmlega eins og framsæti bílsins og segja má að hann falli gersamlega inn í innréttingu hans. Því virðist sem enginn sé undir stýri bílsins. Að vonum eru þeir sem á vegi hans verða undrandi, því bíllinn virðist sjálfkeyrandi. Það er alveg þess virði að horfa á viðbrögð fólks við þessum vel heppnaða hrekk Toyota og kítla örlítið hláturtaugarnar. Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent
Toyota er um þessar mundir að kynna nýja gerð hins snaggaralega Aygo smábíls og fór fyrirtækið þessa líka skemmtilegu leið til að kynna hann. Ákveðið var að hrekkja aðeins vegfarendur með því að klæða ökumann bílsins nákvæmlega eins og framsæti bílsins og segja má að hann falli gersamlega inn í innréttingu hans. Því virðist sem enginn sé undir stýri bílsins. Að vonum eru þeir sem á vegi hans verða undrandi, því bíllinn virðist sjálfkeyrandi. Það er alveg þess virði að horfa á viðbrögð fólks við þessum vel heppnaða hrekk Toyota og kítla örlítið hláturtaugarnar.
Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent