Hideki Matsuyama marði sigur á Memorial 1. júní 2014 22:51 Matsuyama fagnar sigrinum ásamt kylfusveini sínum. AP/Getty Japaninn Hideki Matsuyama sigraði á Memorial mótinu sem kláraðist í kvöld en hann lagði Bandaríkjamanninn Kevin Na á fyrstu holu í bráðabana. Báðir kylfingar léku hringina fjóra á Muirfield vellinum í Ohio á 13 höggum undir pari en í bráðabananum fékk Matsuyama virkilega flott par á 18. holu eftir að hafa komið sér í vandræði í innáhögginu. Kevin Na var þó í meiri vandræðum en hann setti upphafshöggið sitt í læk vinstra megin við brautina og því dugði par Matsuyama en þetta er hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann missti einbeitinguna á seinni níu holunum í dag og fékk meðal annars skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á 15. holu. Hann endaði einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari, einu höggi á eftir Na og Matsuyama. Chris Kirk og Adam Scott deildu fjórða sætinu á tíu höggum undir pari.Rory McIlroy endaði í 15.sæti á sex höggum undir pari, einu höggi betri en Jordan Spieth sem lék hringina fjóra samtals á fimm undir pari. Fyrir sigurinn á Memorial mótinu, sem goðsögnin Jack Nicklaus heldur ár hvert, fékk Matsuyama rúmlega 125 milljónir króna og þátttökurétt á US Open sem hefst eftir tvær vikur. Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Japaninn Hideki Matsuyama sigraði á Memorial mótinu sem kláraðist í kvöld en hann lagði Bandaríkjamanninn Kevin Na á fyrstu holu í bráðabana. Báðir kylfingar léku hringina fjóra á Muirfield vellinum í Ohio á 13 höggum undir pari en í bráðabananum fékk Matsuyama virkilega flott par á 18. holu eftir að hafa komið sér í vandræði í innáhögginu. Kevin Na var þó í meiri vandræðum en hann setti upphafshöggið sitt í læk vinstra megin við brautina og því dugði par Matsuyama en þetta er hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann missti einbeitinguna á seinni níu holunum í dag og fékk meðal annars skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á 15. holu. Hann endaði einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari, einu höggi á eftir Na og Matsuyama. Chris Kirk og Adam Scott deildu fjórða sætinu á tíu höggum undir pari.Rory McIlroy endaði í 15.sæti á sex höggum undir pari, einu höggi betri en Jordan Spieth sem lék hringina fjóra samtals á fimm undir pari. Fyrir sigurinn á Memorial mótinu, sem goðsögnin Jack Nicklaus heldur ár hvert, fékk Matsuyama rúmlega 125 milljónir króna og þátttökurétt á US Open sem hefst eftir tvær vikur.
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira