Michelson verður ekki með á US Open 4. júní 2014 21:51 Landon Michelson kemst ekki á US Open þetta árið. Facebook/Landon Michelson Landon Michelson nagar sig eflaust í handabökin þessa dagana en þessi 22 ára áhugamaður gerði slæm mistök sem kostuðu hann mögulega sæti á einu stærsta golfmóti heims, US Open. Michelson tók þátt í úrtökumóti fyrir US Open sem fram fór á Quail Valley vellinum í Flórída en hann lék hringina tvo á 71 höggi eða samtals á tveimur undir pari. Það skor hefði dugað Michelson til þess að komast í tveggja manna bráðabana um sæti á US Open en hann gerði þau mistök að skila inn röngu skori á seinni hringnum, upp á 70 högg en ekki 71. Það skor hefði verið nóg til þess að tryggja honum þátttökurétt á þessu sögufræga golfmóti en Bandaríkjamaðurinn ungi sýndi þó að golf er heiðursmannaíþrótt og gerði hið rétta, tilkynnti mótshöldurum að hann hefði skilað inn röngu skori og fyrir það fékk hann frávísun. „Ég er í raun alger asni, það er þess vegna sem þið eruð að tala við mig núna,“ sagði Michelson við fréttamenn Golf Channel eftir úrtökumótið. „Að skila inn réttu skorkorti er alfarið á mína ábyrgð og ég klikkaði á því í þetta sinn. Það hefði verið draumur að baða sig í athyglinni á US Open en svona er golf bara og ég verð að taka afleiðingum þessa klúðurs.“ Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Landon Michelson nagar sig eflaust í handabökin þessa dagana en þessi 22 ára áhugamaður gerði slæm mistök sem kostuðu hann mögulega sæti á einu stærsta golfmóti heims, US Open. Michelson tók þátt í úrtökumóti fyrir US Open sem fram fór á Quail Valley vellinum í Flórída en hann lék hringina tvo á 71 höggi eða samtals á tveimur undir pari. Það skor hefði dugað Michelson til þess að komast í tveggja manna bráðabana um sæti á US Open en hann gerði þau mistök að skila inn röngu skori á seinni hringnum, upp á 70 högg en ekki 71. Það skor hefði verið nóg til þess að tryggja honum þátttökurétt á þessu sögufræga golfmóti en Bandaríkjamaðurinn ungi sýndi þó að golf er heiðursmannaíþrótt og gerði hið rétta, tilkynnti mótshöldurum að hann hefði skilað inn röngu skori og fyrir það fékk hann frávísun. „Ég er í raun alger asni, það er þess vegna sem þið eruð að tala við mig núna,“ sagði Michelson við fréttamenn Golf Channel eftir úrtökumótið. „Að skila inn réttu skorkorti er alfarið á mína ábyrgð og ég klikkaði á því í þetta sinn. Það hefði verið draumur að baða sig í athyglinni á US Open en svona er golf bara og ég verð að taka afleiðingum þessa klúðurs.“
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira