Sterk sól og brunahætta Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2014 09:30 Spákort Veðurstofunnar kl. 15 í dag. Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum. Spákort dagsins klukkan þrjú sýnir gular sólir hringinn í kringum landið nema á tveimur stöðum, á Ströndum og í Vestmannaeyjum, en þar eru þó þrír fjórðu hlutar himins sýndir með sól. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að 21 stigs hita í dag og að hlýjast verði í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. Spáin fyrir laugardag og sunnudag gerir áfram ráð fyrir bjartviðri víðast hvar og allt að 22 stiga hita inn til landsins. Þessu mikla sólskini fylgja þó ákveðnar hættur þegar sólin er komin þetta hátt á loft. Hætta á sólbruna húðarinnar eykst þannig verulega. Á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar má nálgast upplýsingar um svokallaðan ÚF-stuðul, sem sýnir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Því hærri sem sá stuðull er, þeim mun minni viðveru þolir húðin í sólinni og skaðast. ÚF-stuðullinn er birtur daglega og þar sést að undanfarna daga hefur hann verið í kringum 5, sem þýðir að sólvörn er nauðsynleg. Klukkan hálfeitt í dag var hann til dæmis kominn í 5,5. Fari stuðullinn í 6 er sólvörn með háum stuðli nauðsynleg, sólgleraugu, hattur eða húfa, og fólk er jafnvel hvatt til að forðast sólina í þrjár klukkustundir milli klukkan 12 og 15. Þar er jafnframt vitnað í rannsókn húðlæknanna Bárðar Sigurgeirssonar og Hans Christian Wulf, sem gerð var á Íslandi fyrir nokkrum árum, þar sem fram kom að mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni. „Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn,“ segir um niðurstöður rannsóknarinnar.Búast má við að stór hluti landsmanna kjósi mikla útiveru í blíðviðrinu sem spáð er næstu daga.Vísir/Vilhelm. Veður Tengdar fréttir Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45 Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum. Spákort dagsins klukkan þrjú sýnir gular sólir hringinn í kringum landið nema á tveimur stöðum, á Ströndum og í Vestmannaeyjum, en þar eru þó þrír fjórðu hlutar himins sýndir með sól. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að 21 stigs hita í dag og að hlýjast verði í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. Spáin fyrir laugardag og sunnudag gerir áfram ráð fyrir bjartviðri víðast hvar og allt að 22 stiga hita inn til landsins. Þessu mikla sólskini fylgja þó ákveðnar hættur þegar sólin er komin þetta hátt á loft. Hætta á sólbruna húðarinnar eykst þannig verulega. Á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar má nálgast upplýsingar um svokallaðan ÚF-stuðul, sem sýnir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Því hærri sem sá stuðull er, þeim mun minni viðveru þolir húðin í sólinni og skaðast. ÚF-stuðullinn er birtur daglega og þar sést að undanfarna daga hefur hann verið í kringum 5, sem þýðir að sólvörn er nauðsynleg. Klukkan hálfeitt í dag var hann til dæmis kominn í 5,5. Fari stuðullinn í 6 er sólvörn með háum stuðli nauðsynleg, sólgleraugu, hattur eða húfa, og fólk er jafnvel hvatt til að forðast sólina í þrjár klukkustundir milli klukkan 12 og 15. Þar er jafnframt vitnað í rannsókn húðlæknanna Bárðar Sigurgeirssonar og Hans Christian Wulf, sem gerð var á Íslandi fyrir nokkrum árum, þar sem fram kom að mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni. „Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn,“ segir um niðurstöður rannsóknarinnar.Búast má við að stór hluti landsmanna kjósi mikla útiveru í blíðviðrinu sem spáð er næstu daga.Vísir/Vilhelm.
Veður Tengdar fréttir Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45 Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45
Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15