Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. júní 2014 10:06 Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar dómsuppkvaðningar í Aurum-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Eins og kunnugt er voru allir ákærðu sýknaðir. „Dómarnir hljóta að vera áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara. Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín. „Af þessum dómur tveimur verður ráðið, og það verður glöggt ráðið af þeim,“ ítrekar hún, „að það mat sérstaks saksóknara hafi verið rangt í þessum málum.“ Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningarnar í gær þar sem hann var erlendis en Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embættinu, segir að ákæruvaldið muni nú leggjast yfir dómana og taka ákvörðun um hvort að niðurstöðunum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta var ekki það sem var lagt upp með þannig að við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir Arnþrúður. „En þetta er ekki það sem við fórum af stað með í málunum.“ Hún segir matið í þessum málum ekki hafa verið öðruvísi en gengur og gerist í sakamálum almennt. „Við vissulega tökum bara það mat sem er gert í öðrum sakamálum hvort það sé líklegt til sakfellis. Þess vegna förum við af stað með þau, í þessum tilvikum eru niðurstöðurnar ekki í samræmi við þetta mat.“ Í málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn þriggja dómara skilaði sérákvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar dómsuppkvaðningar í Aurum-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Eins og kunnugt er voru allir ákærðu sýknaðir. „Dómarnir hljóta að vera áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara. Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín. „Af þessum dómur tveimur verður ráðið, og það verður glöggt ráðið af þeim,“ ítrekar hún, „að það mat sérstaks saksóknara hafi verið rangt í þessum málum.“ Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningarnar í gær þar sem hann var erlendis en Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embættinu, segir að ákæruvaldið muni nú leggjast yfir dómana og taka ákvörðun um hvort að niðurstöðunum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta var ekki það sem var lagt upp með þannig að við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir Arnþrúður. „En þetta er ekki það sem við fórum af stað með í málunum.“ Hún segir matið í þessum málum ekki hafa verið öðruvísi en gengur og gerist í sakamálum almennt. „Við vissulega tökum bara það mat sem er gert í öðrum sakamálum hvort það sé líklegt til sakfellis. Þess vegna förum við af stað með þau, í þessum tilvikum eru niðurstöðurnar ekki í samræmi við þetta mat.“ Í málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn þriggja dómara skilaði sérákvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent