Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. júní 2014 20:00 Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í Ímon-málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð en Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans dæmdur í 9 mánaða fangelsi en þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Í Aurum-málinu voru allir ákærðu sýknaðir en niðurstaðan þykir áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara, enda var reitt hátt til höggs. Sá kafli dómsins í Imon-málinu sem fjallar um hleranir sérstaks saksóknara á símtölum verjenda og sakborninga, hefur vakið athygli en í dómnum segir: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra. Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafnframt að farga upptökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitnuðum ákvæðum laga um meðferð sakamála.Ergo, starfsmenn sérstaks saksóknara brutu lög.“ Ragnar Aðalsteinsson hefur verið lögmaður og verjandi í sakamálum í meira en hálfa öld. Réttindi sakbornings til þess að geta átt samskipti í trúnaði við verjanda, eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttamála Evrópu en trúnaðarsamband verjanda og sakbornings fellur undir réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Ragnar segir það hættulegt fyrir réttarríkið ef dómstólar dæma á grundvelli sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti. Ragnar segir að hluti af réttindum sakbornings sé að njóta þess sem kallað er „raunhæf vörn.“ Til að ná þessu markmiði þurfi sakborningur að geta átt í samskipti í trúnaði við verjanda sinn. Hann nefnir í þessu samhengi að ákæruvaldið geti ekki lesið bréf sakborninga til verjenda, sem send eru í gæsluvarðhaldi. Þá segir hann það mjög alvarlegan hlut að lögregla hlusti á samtöl verjanda og sakbornings. Rætt var við Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Aurum Holding málið Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í Ímon-málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð en Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans dæmdur í 9 mánaða fangelsi en þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Í Aurum-málinu voru allir ákærðu sýknaðir en niðurstaðan þykir áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara, enda var reitt hátt til höggs. Sá kafli dómsins í Imon-málinu sem fjallar um hleranir sérstaks saksóknara á símtölum verjenda og sakborninga, hefur vakið athygli en í dómnum segir: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra. Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafnframt að farga upptökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitnuðum ákvæðum laga um meðferð sakamála.Ergo, starfsmenn sérstaks saksóknara brutu lög.“ Ragnar Aðalsteinsson hefur verið lögmaður og verjandi í sakamálum í meira en hálfa öld. Réttindi sakbornings til þess að geta átt samskipti í trúnaði við verjanda, eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttamála Evrópu en trúnaðarsamband verjanda og sakbornings fellur undir réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Ragnar segir það hættulegt fyrir réttarríkið ef dómstólar dæma á grundvelli sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti. Ragnar segir að hluti af réttindum sakbornings sé að njóta þess sem kallað er „raunhæf vörn.“ Til að ná þessu markmiði þurfi sakborningur að geta átt í samskipti í trúnaði við verjanda sinn. Hann nefnir í þessu samhengi að ákæruvaldið geti ekki lesið bréf sakborninga til verjenda, sem send eru í gæsluvarðhaldi. Þá segir hann það mjög alvarlegan hlut að lögregla hlusti á samtöl verjanda og sakbornings. Rætt var við Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Aurum Holding málið Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?