Ben Crane landaði sínum fimmta sigri á PGA-mótaröðinni í gær 9. júní 2014 12:13 Ben Crane fékk 130 milljónir og glæsilegan jakka fyrir sigurin í gær. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Ben Crane lék manna best á St. Jude Classic mótinu sem kláraðist í gær en þessi 38 ára kylfingur lék hringina fjóra á TPC Southwind vellinum í Memphis á tíu höggum undir pari. Í öðru sæti kom Troy Merritt á níu höggum undir pari en þeir Webb Simpson, Matt Every og Carl Petterson deildu þriðja sætinu á átta höggum undir. Phil Mickelson endaði mótið jafn í 11.sæti á sex höggum undir pari en þessi vinsæli kylfingur hefur enn ekki náð að enda í topp tíu á móti á PGA-mótaröðinni í ár. Hann sýndi þó ágæta spretti um helgina og hver veit nema að hann verði í toppbaráttunni á US Open sem hefst næsta fimmtudag. Ben Crane hefur leikið á PGA-mótaröðinni í 12 ár og er sigurinn hans fimmti á ferlinum. Hann er einnig þekktur fyrir að vera meðlimur í einu strákahljómsveitinni á mótaröðinni ásamt Bubba Watson, Rickie Fowler og Hunter Mahan en hún kallast „Golfstrákarnir“. Þeir gáfu út lag fyrir þremur árum sem hefur náð töluverðum vinsældum á Youtube en það má sjá hér. Næsta mót er sjálft risamótið US Open en í ár fer það fram á Pinehurst og verður það að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ben Crane lék manna best á St. Jude Classic mótinu sem kláraðist í gær en þessi 38 ára kylfingur lék hringina fjóra á TPC Southwind vellinum í Memphis á tíu höggum undir pari. Í öðru sæti kom Troy Merritt á níu höggum undir pari en þeir Webb Simpson, Matt Every og Carl Petterson deildu þriðja sætinu á átta höggum undir. Phil Mickelson endaði mótið jafn í 11.sæti á sex höggum undir pari en þessi vinsæli kylfingur hefur enn ekki náð að enda í topp tíu á móti á PGA-mótaröðinni í ár. Hann sýndi þó ágæta spretti um helgina og hver veit nema að hann verði í toppbaráttunni á US Open sem hefst næsta fimmtudag. Ben Crane hefur leikið á PGA-mótaröðinni í 12 ár og er sigurinn hans fimmti á ferlinum. Hann er einnig þekktur fyrir að vera meðlimur í einu strákahljómsveitinni á mótaröðinni ásamt Bubba Watson, Rickie Fowler og Hunter Mahan en hún kallast „Golfstrákarnir“. Þeir gáfu út lag fyrir þremur árum sem hefur náð töluverðum vinsældum á Youtube en það má sjá hér. Næsta mót er sjálft risamótið US Open en í ár fer það fram á Pinehurst og verður það að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira