Fengu 9.300 pantanir í 500 Mustang bíla Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2014 10:55 Ford Mustang árgerð 2015. Ford ætlar að selja Mustang sportbílinn í Evrópu í fyrsta sinn, en hann hefur reyndar fengist á Íslandi undanfarið. Ford fór þá leið að bjóða 500 fyrstu bílana um daginn og bárust 9.300 pantanir í þá bíla frá 20 Evrópulöndum. Aðeins liðu 30 sekúndur frá því hægt var að panta bílana þangað til þeir voru uppseldir. Það voru því 9.250 kaupendur sem voru of seinir að panta eintak af honum, en víst er að nægileg eftirspurn er eftir bílnum til að sannfæra Ford um að rétt sé að bjóða hann í álfunni. Ford opnaði fyrir pantanirnar í síðustu viku í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildarinnar og eftir 2 klukkustundir höfðu borist yfir 9.300 pantanir. Um 130 af þessum 500 fyrstu bílum eru með stýrið hægra megin og seldust þeir allir í Bretlandi. Bílarnir 500 sem Ford bauð að þessu sinni eru annaðhvort með 2,3 lítra EcoBoost vél eða 5,0 lítra V8 vél, en ekki var í boði að panta 3,7 lítra V6 vélina sem er í boði í heimalandinu, Bandaríkjunum. Ódýrasta gerð bílsins kostar 24.425 dollara í Bandaríkjunum, eða aðeins 2,8 milljónir króna. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent
Ford ætlar að selja Mustang sportbílinn í Evrópu í fyrsta sinn, en hann hefur reyndar fengist á Íslandi undanfarið. Ford fór þá leið að bjóða 500 fyrstu bílana um daginn og bárust 9.300 pantanir í þá bíla frá 20 Evrópulöndum. Aðeins liðu 30 sekúndur frá því hægt var að panta bílana þangað til þeir voru uppseldir. Það voru því 9.250 kaupendur sem voru of seinir að panta eintak af honum, en víst er að nægileg eftirspurn er eftir bílnum til að sannfæra Ford um að rétt sé að bjóða hann í álfunni. Ford opnaði fyrir pantanirnar í síðustu viku í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildarinnar og eftir 2 klukkustundir höfðu borist yfir 9.300 pantanir. Um 130 af þessum 500 fyrstu bílum eru með stýrið hægra megin og seldust þeir allir í Bretlandi. Bílarnir 500 sem Ford bauð að þessu sinni eru annaðhvort með 2,3 lítra EcoBoost vél eða 5,0 lítra V8 vél, en ekki var í boði að panta 3,7 lítra V6 vélina sem er í boði í heimalandinu, Bandaríkjunum. Ódýrasta gerð bílsins kostar 24.425 dollara í Bandaríkjunum, eða aðeins 2,8 milljónir króna.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent