Þjóðskrá skoðar lögheimilisskráningu Sveinbjargar Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2014 14:55 Vísir/Vilhelm/Valgarður Þjóðskrá athugar nú, eftir ábendingu frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur, hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, skuli áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hafði til skoðunar, á fundi stjórnarinnar þann 11. maí, hvort Sveinbjörg uppfyllti kjörgengisskilyrði í Reykjavík eftir að haft var eftir henni í fjölmiðlum að hún byggi í Kópavogi, en hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, þar sem hún er í framboði. Yfirkjörstjórn kallaði Sveinbjörgu á sinn fund ásamt Þorsteini Magnússyni, umboðsmanni lista Framsóknar og flugvallarvina. Á fundinum staðfesti hún að rétt hefði verið haft eftir henni í fjölmiðlum. Þar sem ákvörðun um réttmæti lögheimilisskráningar frambjóðenda heyrir ekki að lögum undir yfirkjörstjórn, var kjörgengi Sveinbjargar úrskurðað gilt. Þó sendi yfirkjörstjórn ábendingu til Þjóðskrár Íslands, með vísan til góðra stjórnsýsluhátta. Þjóðskrá hefur málið nú til skoðunar.Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að Þjóðskrá hafi borist þessi ábending. „Það er alvanalegt að við fáum ábendingar um að lögheimili einstaklings sé ekki eins og það sé skráð. Þá fer það í hefðbundna málsmeðferð og það er eins með þessa ábendingu og allar aðrar,“ segir Margrét. Hefðbundin málsmeðferð slíkra ábendinga felur í sér að viðkomandi er kynnt ábendingin og beðinn um upplýsingar og gögn sem styðji að lögheimili sé þar sem hann kveðst eiga heima. Þá getur einnig farið fram sjálfstæð gagnöflun Þjóðskrár. Að því loknu verður endanleg ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar, ef gögnin styðji það. Í lögum um lögheimili segir: „Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.Dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, er ekki ígildi fastrar búsetu.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Þjóðskrá athugar nú, eftir ábendingu frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur, hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, skuli áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hafði til skoðunar, á fundi stjórnarinnar þann 11. maí, hvort Sveinbjörg uppfyllti kjörgengisskilyrði í Reykjavík eftir að haft var eftir henni í fjölmiðlum að hún byggi í Kópavogi, en hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, þar sem hún er í framboði. Yfirkjörstjórn kallaði Sveinbjörgu á sinn fund ásamt Þorsteini Magnússyni, umboðsmanni lista Framsóknar og flugvallarvina. Á fundinum staðfesti hún að rétt hefði verið haft eftir henni í fjölmiðlum. Þar sem ákvörðun um réttmæti lögheimilisskráningar frambjóðenda heyrir ekki að lögum undir yfirkjörstjórn, var kjörgengi Sveinbjargar úrskurðað gilt. Þó sendi yfirkjörstjórn ábendingu til Þjóðskrár Íslands, með vísan til góðra stjórnsýsluhátta. Þjóðskrá hefur málið nú til skoðunar.Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að Þjóðskrá hafi borist þessi ábending. „Það er alvanalegt að við fáum ábendingar um að lögheimili einstaklings sé ekki eins og það sé skráð. Þá fer það í hefðbundna málsmeðferð og það er eins með þessa ábendingu og allar aðrar,“ segir Margrét. Hefðbundin málsmeðferð slíkra ábendinga felur í sér að viðkomandi er kynnt ábendingin og beðinn um upplýsingar og gögn sem styðji að lögheimili sé þar sem hann kveðst eiga heima. Þá getur einnig farið fram sjálfstæð gagnöflun Þjóðskrár. Að því loknu verður endanleg ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar, ef gögnin styðji það. Í lögum um lögheimili segir: „Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.Dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, er ekki ígildi fastrar búsetu.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira