Tölvuleikjabíll verður að veruleika Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2014 15:10 Volkswagen GTI Vision Gran Turismo Jalopnik Einn af þeim bílum sem aðeins eru til sem bílar í tölvuleiknum Gran Turismo 6 er þessi Volkswagen GTI Vision Gran Turismo, en hann hefur aldrei verið framleiddur af Volkswagen, fyrr en nú. Þetta eina eintak bílsins var sérstaklega smíðað fyrir bílasýninguna Wörthersee Festival í Austurríki sem hófst í fyrradag. Þarna fer ansi verklegur bíll með 503 hestafla VR6 vél undir húddinu og hefur hann vakið mikla athygli fyrir fegurð sína. Allt þetta afl bílsins kemur frá 3,0 lítra bensínvél með tveimur forþjöppum og 7 gíra PDK sjálfskipting sér til þess að koma aflinu til allra hjólanna. Volkswagen segir að engar líkur séu til þess að þessi bíll fari í framleiðslu, þrátt fyrir hversu vel hann líkar, en margir hafa beint þeim orðum að Volkswagen að rétt sé að smíða þennan bíl fyrir almenning. Þeir hinir sömu verða því áfram að njóta hans í tölvubílaleiknum góða og láta þar við sitja. Enginn smá vindkljúfur að aftan. Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent
Einn af þeim bílum sem aðeins eru til sem bílar í tölvuleiknum Gran Turismo 6 er þessi Volkswagen GTI Vision Gran Turismo, en hann hefur aldrei verið framleiddur af Volkswagen, fyrr en nú. Þetta eina eintak bílsins var sérstaklega smíðað fyrir bílasýninguna Wörthersee Festival í Austurríki sem hófst í fyrradag. Þarna fer ansi verklegur bíll með 503 hestafla VR6 vél undir húddinu og hefur hann vakið mikla athygli fyrir fegurð sína. Allt þetta afl bílsins kemur frá 3,0 lítra bensínvél með tveimur forþjöppum og 7 gíra PDK sjálfskipting sér til þess að koma aflinu til allra hjólanna. Volkswagen segir að engar líkur séu til þess að þessi bíll fari í framleiðslu, þrátt fyrir hversu vel hann líkar, en margir hafa beint þeim orðum að Volkswagen að rétt sé að smíða þennan bíl fyrir almenning. Þeir hinir sömu verða því áfram að njóta hans í tölvubílaleiknum góða og láta þar við sitja. Enginn smá vindkljúfur að aftan.
Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent