Nýir bílar komnir yfir 4.000 á árinu Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2014 11:30 BL er söluhæst bílaumboðanna, en þar fæst Renault Clio. Talsverð aukning hefur orðið á sölu nýrra bíla á árinu og gekk salan í maí vel. Frá 1.-24. maí seldust 1.556 bílar og fóru við það yfir fjögur þúsund bíla markið, eða nákvæmlega 4.020 bíla. Á þessum tíma árs selja bílaumboðin mikið af bílum til bílaleiga og skýrir það að sumu leiti út þessa miklu sölu í maí. Búast má áfram við mikilli sölu til bílaleiga í þessum mánuði og kæmi ekki á óvart að sala nýrra bíla við enda hans næði hátt í 6.000 bíla og árið ekki hálfnað. Það þýðir ekki að endanleg sala bíla fari í 12.000 bíla árinu, en hægjast mun á sölunni þegar bílaleigurnar hafa fengið afgreidda sína bíla í vor og sumar.BL söluhæst Bílaumboðið BL hefur verið söluhæsta umboðið það sem af er ári og heldur toppsætinu þó svo Hekla hafi selt fleiri bíla dagana 1.-24. maí. BL seldi 319 bíla en Hekla 378 á þessum rúmlega 3 vikum og Toyota seldi 269 bíla. Það er einmitt í þessari röð sem umboðin standa nú í heildarsölu ársins. BL hefur selt 883 bíla, Hekla 853 og Toyota 646. Þar á eftir koma Brimborg með 556 bíla, Askja með 393, Bílabúð Benna með 294, Suzuki með 213 og Bernhard með 182 bíla selda. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Talsverð aukning hefur orðið á sölu nýrra bíla á árinu og gekk salan í maí vel. Frá 1.-24. maí seldust 1.556 bílar og fóru við það yfir fjögur þúsund bíla markið, eða nákvæmlega 4.020 bíla. Á þessum tíma árs selja bílaumboðin mikið af bílum til bílaleiga og skýrir það að sumu leiti út þessa miklu sölu í maí. Búast má áfram við mikilli sölu til bílaleiga í þessum mánuði og kæmi ekki á óvart að sala nýrra bíla við enda hans næði hátt í 6.000 bíla og árið ekki hálfnað. Það þýðir ekki að endanleg sala bíla fari í 12.000 bíla árinu, en hægjast mun á sölunni þegar bílaleigurnar hafa fengið afgreidda sína bíla í vor og sumar.BL söluhæst Bílaumboðið BL hefur verið söluhæsta umboðið það sem af er ári og heldur toppsætinu þó svo Hekla hafi selt fleiri bíla dagana 1.-24. maí. BL seldi 319 bíla en Hekla 378 á þessum rúmlega 3 vikum og Toyota seldi 269 bíla. Það er einmitt í þessari röð sem umboðin standa nú í heildarsölu ársins. BL hefur selt 883 bíla, Hekla 853 og Toyota 646. Þar á eftir koma Brimborg með 556 bíla, Askja með 393, Bílabúð Benna með 294, Suzuki með 213 og Bernhard með 182 bíla selda.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent