Fiat að leggja af Lancia merkið Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2014 15:15 Lancia Aurelia. Hið dáða bílamerki Lancia er að öllum líkindum að syngja sitt síðasta og munu margir gráta brotthvarf þess. Lancia hefur í gegnum árin framleitt margan snilldarbílinn og eru kumpánarnir í Top Gear stöðugt að mæra framleiðslu þeirra gegnum marga áratugi. Það mun þó ekki duga merkinu til lífs ef áætlanir eiganda þess, Fiat, ganga eftir. Eftir tvö ár verður einingis framleidd ein gerð Lancia bíla, þ.e. Ypsilon smábíllinn og verður hann eingöngu seldur á Ítalíu, heimavelli Lancia. Partur af vanda Lancia er sú staðreynd að merkið er mjög ókunnugt kaupendum bíla utan Ítalíu og að það á mjög fáa aðdáendur utan heimalandsins, nema hvað er varðar eldri gerðir lancia bíla. Talið er að þessar áætlanir Fiat séu í raun svanasöngurinn fyrir Lancia og að innan afar fárra ára hverfi merkið af sjónarsviðinu. Ekki pláss vegna Alfa Romeo og Maserati Áhersla Fiat verður á Alfa Romeo og Maserati bíla til að þjóna efnaðri kaupendum. Því sé ekkert pláss fyrir Lancia bíla og merkið sé aðeins að þvælast fyrir Fiat, sem einnig á og stjórnar Chrysler og Jeep bílamerkjunum bandarísku. Margir minnast frægra og fallega hannaðra Lancia bíla, ekki síst Aurelia Spider bílsins sem Brigitte Bardot ók um í í myndinni And God Created Women árið 1956. Sala Lancia bíla minnkaði um 20% á síðasta ári og hefur fallið mjög á síðustu árum, en heildarsalan í fyrra var 75.000 bílar. Nú framleiðir Lancia Ypsilon smábílinn, Delta fjölskyldubílinn og Voyager fjölnotabílinn. Framleiðsla Delta hættir í ár og Voyager á næsta ári. Breyttur Ypsilon kemur á næsta ári, en sá bíll hefur verið einn söluhæsti bíll á Ítalíu á síðustu árum. Mikil reiði meðal Ítala Árið 2010 var haft eftir Sergio Marchionne, forstjóra Fiat, að planið væri að spýta í varðandi Lancia merkið og selja 300.000 bíla á ári innan fárra ára. Nú hafa hlutirnir aldeilis breyst og dagar Lancia virðast taldir. Ítalir eru mjög andsnúnir áætlunum Sergio Marchionne og Facebook-síðan „Yes to Lancia, No to Marchionne“ hefur fengið 9.000 „like“ á skömmum tíma. Erfitt hefur reynst að halda bílamerkjum á lífi sem aðeins treysta á kaupendur í heimalandi sínu og fyrir skemmstu ákvað General Motors að bregða hnífi á háls Holden merkisins í Ástralíu og verður framleiðslu þar hætt á næstunni. Holden bílar voru aðeins til sölu í Ástralíu. Sú ákvörðun Marchionne að drepa ekki snögglega í Lancia, heldur halda aðeins lífinu í merkinu, hafa sumir bent á að sé taktísk ákvörðun hjá forstjóranum og að hann vilji sjá hvernig endurreisn Alfa Romeo gengur áður en hann auglýsir jarðarför Lancia. Því er enn örlítil von fyrir framhaldslíf Lancia, en sú von er lítil. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent
Hið dáða bílamerki Lancia er að öllum líkindum að syngja sitt síðasta og munu margir gráta brotthvarf þess. Lancia hefur í gegnum árin framleitt margan snilldarbílinn og eru kumpánarnir í Top Gear stöðugt að mæra framleiðslu þeirra gegnum marga áratugi. Það mun þó ekki duga merkinu til lífs ef áætlanir eiganda þess, Fiat, ganga eftir. Eftir tvö ár verður einingis framleidd ein gerð Lancia bíla, þ.e. Ypsilon smábíllinn og verður hann eingöngu seldur á Ítalíu, heimavelli Lancia. Partur af vanda Lancia er sú staðreynd að merkið er mjög ókunnugt kaupendum bíla utan Ítalíu og að það á mjög fáa aðdáendur utan heimalandsins, nema hvað er varðar eldri gerðir lancia bíla. Talið er að þessar áætlanir Fiat séu í raun svanasöngurinn fyrir Lancia og að innan afar fárra ára hverfi merkið af sjónarsviðinu. Ekki pláss vegna Alfa Romeo og Maserati Áhersla Fiat verður á Alfa Romeo og Maserati bíla til að þjóna efnaðri kaupendum. Því sé ekkert pláss fyrir Lancia bíla og merkið sé aðeins að þvælast fyrir Fiat, sem einnig á og stjórnar Chrysler og Jeep bílamerkjunum bandarísku. Margir minnast frægra og fallega hannaðra Lancia bíla, ekki síst Aurelia Spider bílsins sem Brigitte Bardot ók um í í myndinni And God Created Women árið 1956. Sala Lancia bíla minnkaði um 20% á síðasta ári og hefur fallið mjög á síðustu árum, en heildarsalan í fyrra var 75.000 bílar. Nú framleiðir Lancia Ypsilon smábílinn, Delta fjölskyldubílinn og Voyager fjölnotabílinn. Framleiðsla Delta hættir í ár og Voyager á næsta ári. Breyttur Ypsilon kemur á næsta ári, en sá bíll hefur verið einn söluhæsti bíll á Ítalíu á síðustu árum. Mikil reiði meðal Ítala Árið 2010 var haft eftir Sergio Marchionne, forstjóra Fiat, að planið væri að spýta í varðandi Lancia merkið og selja 300.000 bíla á ári innan fárra ára. Nú hafa hlutirnir aldeilis breyst og dagar Lancia virðast taldir. Ítalir eru mjög andsnúnir áætlunum Sergio Marchionne og Facebook-síðan „Yes to Lancia, No to Marchionne“ hefur fengið 9.000 „like“ á skömmum tíma. Erfitt hefur reynst að halda bílamerkjum á lífi sem aðeins treysta á kaupendur í heimalandi sínu og fyrir skemmstu ákvað General Motors að bregða hnífi á háls Holden merkisins í Ástralíu og verður framleiðslu þar hætt á næstunni. Holden bílar voru aðeins til sölu í Ástralíu. Sú ákvörðun Marchionne að drepa ekki snögglega í Lancia, heldur halda aðeins lífinu í merkinu, hafa sumir bent á að sé taktísk ákvörðun hjá forstjóranum og að hann vilji sjá hvernig endurreisn Alfa Romeo gengur áður en hann auglýsir jarðarför Lancia. Því er enn örlítil von fyrir framhaldslíf Lancia, en sú von er lítil.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent