Volkswagen skrúfar niður áætlanir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 13:45 Volkswagen CC. Volkswagen hafði uppi metnaðrafullar áætlanir um sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, sem voru liður í áætlun félagsins að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi árið 2018. Þær hafa ekki alveg gengið eftir og 7% minnkun í sölu á síðasta ári og 8,4% minnkun í ár gefa ekki bjartar vonir um að þær áætlanir verði að veruleika. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar vestra árið 2018, en þá þyrfti fyrirtækið að auka söluna um 100.000 bíla á hverju ári til að það stæðist. Í ljósi þessa dræma gengis undanfarið hefur Volkswagen endurskoðað söluáætlanirnar fyrir Bandaríkin. Haft var eftir stjórnarformanni VW Group, Ferdinand Piech, í nóvember að Volkswagen ætti enn langt í land að skilja bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og þar þyrfti að læra margt til að ná árangri. Það hefur nú sannast og viðurkennir Volkswagen að mörg mistök hafi verið gerð. Bílar hafi verið settir á markað vitlaust útbúnir, með of lítið framboð vélarkosta og á of háu verði. Of mikil áhersla hafa verið á að uppfylla eftirspurn og væntingar í Kína og Bandaríkin hafi gleymst örlítið á meðan, en þessu verði kippt í liðinn. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent
Volkswagen hafði uppi metnaðrafullar áætlanir um sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, sem voru liður í áætlun félagsins að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi árið 2018. Þær hafa ekki alveg gengið eftir og 7% minnkun í sölu á síðasta ári og 8,4% minnkun í ár gefa ekki bjartar vonir um að þær áætlanir verði að veruleika. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar vestra árið 2018, en þá þyrfti fyrirtækið að auka söluna um 100.000 bíla á hverju ári til að það stæðist. Í ljósi þessa dræma gengis undanfarið hefur Volkswagen endurskoðað söluáætlanirnar fyrir Bandaríkin. Haft var eftir stjórnarformanni VW Group, Ferdinand Piech, í nóvember að Volkswagen ætti enn langt í land að skilja bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og þar þyrfti að læra margt til að ná árangri. Það hefur nú sannast og viðurkennir Volkswagen að mörg mistök hafi verið gerð. Bílar hafi verið settir á markað vitlaust útbúnir, með of lítið framboð vélarkosta og á of háu verði. Of mikil áhersla hafa verið á að uppfylla eftirspurn og væntingar í Kína og Bandaríkin hafi gleymst örlítið á meðan, en þessu verði kippt í liðinn.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent