Audi RS3 með 525 hestöfl í Wörthersee Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 16:30 Audi RS3 með 525 hestafla vél var sýndur við Wörthersee vatnið austurríska. Í lok maí, eins og ár hvert, fer fram sýning á kraftmiklum bílum Volkswagen bílafjölskyldunnar við vatnið Wörthersee í Austurríki. Þar koma bílaáhugmenn saman og sýna og sjá afrakstur hvers annars við breytingar á hefðbundnum bílum í krafmiklar spyrnukerrur. Þar fara náttúrulega fremstir í flokki bílaframleiðendurnir sjálfir, þ.e. Volkswagen, Audi, Skoda, Seat og önnur þau bílamerki sem tilheyra hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen. Einn af flottari bílum sem sýndur verður í ár er þessi Audi RS3 bíll. Hann er ekki með þá 2,0 lítra vél sem verksmiðjuframleiddur Audi RS3 er með, heldur 2,5 lítra og 5 strokka forþjöppudrifna vél sem skilar litlum 525 hestöflum til allra hjólanna. Þessi bíll er ekki nema 3,6 sekúndur að skila sér í 100 km hraða og hámarkshraðinn er 306 km/klst. Hann stendur á 21 tommu álfelgum og er með carbon-ceramic bremsum. Fjöðrun bílsins hefur verið breytt til að takast á viða allt aflið og veitir víst ekki af. Margir athygliverðir bílar hafa sést á Wörthersee dögunum, sem hefjast nú 28. maí og standa til 31. maí, bílar eins og Audi A1 Clubsport Quattro, Volkswagen GTI W-12-650 og Skoda Fabia RS 200 Roadster. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Í lok maí, eins og ár hvert, fer fram sýning á kraftmiklum bílum Volkswagen bílafjölskyldunnar við vatnið Wörthersee í Austurríki. Þar koma bílaáhugmenn saman og sýna og sjá afrakstur hvers annars við breytingar á hefðbundnum bílum í krafmiklar spyrnukerrur. Þar fara náttúrulega fremstir í flokki bílaframleiðendurnir sjálfir, þ.e. Volkswagen, Audi, Skoda, Seat og önnur þau bílamerki sem tilheyra hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen. Einn af flottari bílum sem sýndur verður í ár er þessi Audi RS3 bíll. Hann er ekki með þá 2,0 lítra vél sem verksmiðjuframleiddur Audi RS3 er með, heldur 2,5 lítra og 5 strokka forþjöppudrifna vél sem skilar litlum 525 hestöflum til allra hjólanna. Þessi bíll er ekki nema 3,6 sekúndur að skila sér í 100 km hraða og hámarkshraðinn er 306 km/klst. Hann stendur á 21 tommu álfelgum og er með carbon-ceramic bremsum. Fjöðrun bílsins hefur verið breytt til að takast á viða allt aflið og veitir víst ekki af. Margir athygliverðir bílar hafa sést á Wörthersee dögunum, sem hefjast nú 28. maí og standa til 31. maí, bílar eins og Audi A1 Clubsport Quattro, Volkswagen GTI W-12-650 og Skoda Fabia RS 200 Roadster.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent