Bílaframleiðsla í 100 milljón bíla árið 2021 Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2014 11:30 Enn er spáð mikilli aukningi í bílaframleiðslu. Bílaframleiðendur horfðu örlítið í spákúluna um daginn á ráðstefnu um framtíð bíliðnaðarins sem haldin var í Berlín. Þar var því spáð að bílaframleiðsla verði 100 milljón bílar á ári eftir 7 ár, eða árið 2021. Hún var 80 milljónir bíla í fyrra. Árið 2009, fyrsta árið eftir efnhagskreppuna var bílaframleiðsla 55 milljónir bíla og hefur því vaxið um 25 milljónir síðan. Gert er ráð fyrir því að fast að helmingur allra bíla verði framleiddur í Kína, ekki bara af kínverskum bílaframleiðendum, heldur einnig af bílamerkjum annarra þjóða. Gert er ráð fyrir nokkurri aukningu í bílaframleiðslu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og að framleiðsla í Evrópu muni aukast um 4% á hverju ári frá og með 2015. Hins vegar muni minnkandi sala á bílum í Rússlandi og Tyrklandi í ár gera það að verkum að lítill eða enginn vöxtur verði í Evrópu í ár. Aukning framleiðslunnar í Evrópu verður þó að helmingi dregin áfram af síaukinni eftirspurn eftir evrópskum bílum á öðrum mörkuðum. Búist er við því að bílaframleiðsla minnki í Japan og S-Kóreu og að bílaframleiðendur í þeim löndum muni auka framleiðslu sína í öðrum löndum, en framleiðslan minnki heima fyrir. Í Bandaríkjunum verður aukinni eftirspurn bæði mætt af innlendum framleiðendum og framleiðendum frá Asíu og Evrópu sem sífellt auka framleiðslu sína þar vestanhafs. Hvort þessi spámennska muni reynast rétt mun tíminn einn leiða í ljós. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent
Bílaframleiðendur horfðu örlítið í spákúluna um daginn á ráðstefnu um framtíð bíliðnaðarins sem haldin var í Berlín. Þar var því spáð að bílaframleiðsla verði 100 milljón bílar á ári eftir 7 ár, eða árið 2021. Hún var 80 milljónir bíla í fyrra. Árið 2009, fyrsta árið eftir efnhagskreppuna var bílaframleiðsla 55 milljónir bíla og hefur því vaxið um 25 milljónir síðan. Gert er ráð fyrir því að fast að helmingur allra bíla verði framleiddur í Kína, ekki bara af kínverskum bílaframleiðendum, heldur einnig af bílamerkjum annarra þjóða. Gert er ráð fyrir nokkurri aukningu í bílaframleiðslu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og að framleiðsla í Evrópu muni aukast um 4% á hverju ári frá og með 2015. Hins vegar muni minnkandi sala á bílum í Rússlandi og Tyrklandi í ár gera það að verkum að lítill eða enginn vöxtur verði í Evrópu í ár. Aukning framleiðslunnar í Evrópu verður þó að helmingi dregin áfram af síaukinni eftirspurn eftir evrópskum bílum á öðrum mörkuðum. Búist er við því að bílaframleiðsla minnki í Japan og S-Kóreu og að bílaframleiðendur í þeim löndum muni auka framleiðslu sína í öðrum löndum, en framleiðslan minnki heima fyrir. Í Bandaríkjunum verður aukinni eftirspurn bæði mætt af innlendum framleiðendum og framleiðendum frá Asíu og Evrópu sem sífellt auka framleiðslu sína þar vestanhafs. Hvort þessi spámennska muni reynast rétt mun tíminn einn leiða í ljós.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent