Volkswagen Golf R 400 Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2014 14:45 Volkswagen Golf R400 Enn verða þeir öflugri og flottari Golf bílarnir frá Volkswagen. Nýjasta gerðin af Golfinum verður enginn kettlingur, heldur 400 hestafla spyrnukerra sem nær 100 km hraða á 3,9 sekúndum. Með því er hann eiginlega kominn í ofurbílaflokk. Þessi bíll er öflugasta gerð Golf sem framleidd hefur verið, ef undan er skilinn GTI W12-650 bíllinn sem aðeins var smíðaður sem tilraunbíll árið 2007, en hann var með 12 strokka og miðjusetta vél. Haft er eftir forsvarsmönnum Volkswagen að Golf R 400 sé í raun öflugri en 400 hestöfl og hann sé sneggri en áður hefur verið upp gefið. Blaðamenn Car and Driver, sem sáu bílinn frumsýndan nýlega í Vínarborg höfðu eftir framleiðendum bílsins að hann gæti líklega náð 100 km hraða á 3,5 sekúndum og það gerir hann 0,2 sekúndum sneggri en 12 strokka Golfinn sem kynntur var árið 2007. Volkswagen Golf R, sem er til sölu í dag í Heklu, er 5,0 sekúndur í 100, svo það ber mikið á milli þessara gerða Golf kraftabíla. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent
Enn verða þeir öflugri og flottari Golf bílarnir frá Volkswagen. Nýjasta gerðin af Golfinum verður enginn kettlingur, heldur 400 hestafla spyrnukerra sem nær 100 km hraða á 3,9 sekúndum. Með því er hann eiginlega kominn í ofurbílaflokk. Þessi bíll er öflugasta gerð Golf sem framleidd hefur verið, ef undan er skilinn GTI W12-650 bíllinn sem aðeins var smíðaður sem tilraunbíll árið 2007, en hann var með 12 strokka og miðjusetta vél. Haft er eftir forsvarsmönnum Volkswagen að Golf R 400 sé í raun öflugri en 400 hestöfl og hann sé sneggri en áður hefur verið upp gefið. Blaðamenn Car and Driver, sem sáu bílinn frumsýndan nýlega í Vínarborg höfðu eftir framleiðendum bílsins að hann gæti líklega náð 100 km hraða á 3,5 sekúndum og það gerir hann 0,2 sekúndum sneggri en 12 strokka Golfinn sem kynntur var árið 2007. Volkswagen Golf R, sem er til sölu í dag í Heklu, er 5,0 sekúndur í 100, svo það ber mikið á milli þessara gerða Golf kraftabíla.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent