Formúla 1

Hakkinen: Hamilton þarf að læra að tapa

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hamilton sýndi vart bros þrátt fyrir verðlaunasæti í Mónakó.
Hamilton sýndi vart bros þrátt fyrir verðlaunasæti í Mónakó. Vísir/Getty
Mika Hakkinen og John Surtees, fyrrum heimsmeistarar í Formúlu 1 telja að viðbrögð Lewis Hamilton eftir Mónakó kappaksturinn hafi verið röng.

Fyrrum meistararnir telja það hafa verið rangt af Hamilton að ásaka liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg um ásetning í tímatökunni.

Rosberg læsti dekki þegar hann var að hemla fyrir beygju og fór út úr brautinni til að forðast að lenda á varnarvegg. Gulum flöggum var því veifað og Hamilton sem á eftir kom gat ekki reynt að bæta tíma Rosberg og ná þar með af honum ráspólnum.

Hakkinen og Surtees benda einnig á viðbrögð Hamilton eftir keppni og segja þau röng. Hamilton neitaði að tala við Rosberg.

„Það er erfitt að segja hvort eitthvað muni breytast mikið (á milli Hamilton og Rosberg),“ skrifar Hakkinen í Hermes.

„Ég veit ekki hvort Lewis muni einu sinni íhuga að biðjast afsökunnar á hegðan sinni. Það er mjög persónubundið. En samkvæmt mínu mati, er eitt af einkennum góðs sigurvegara að hann kann einnig að tapa,“ hélt Hakkinen áfram.

„Ég get skilið reiðina sem Lewis hlýtur að hafa fundið þegar han fékk ekki tækifæri á síðasta hring tímatökunnar til að ná í ráspól. En ég held að viðbrögð hans gagnvart liðsfélaga sínum og liði hafi verið röng,“ sagði heimsmeistarinn frá 1964, John Surtees.


Tengdar fréttir

Hamilton stundar ekki sálfræðihernað

Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1 neitar að hafa stundað sálfræðihernað gegn liðsfélögum sínum með ásettu ráði.

Nico Rosberg vann aftur í Mónakó

Þjóðverjinn Nico Rosberg leiddi hvern einasta hring í keppninni eftir að ná ráspól á umdeildan hátt í gær. Liðsfélagi Rosberg hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.

Rosberg á ráspól í Mónakó

Nico Rosberg náði ráspól í mikilvægustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. Brautin í Mónakó er mjög þröng og því erfitt að taka framúr. Þess vegna skiptir tímatakn í Mónakó meira máli en aðrar tímatökur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×