Umdeild teikning í Fréttablaðinu Bjarki Ármannsson skrifar 31. maí 2014 13:46 Ólafur segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á skopmynd Gunnars. Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir harðlega skopmynd Gunnar Karlssonar í Fréttablaðinu í dag. Hann segir ritstjórn blaðsins hafa með birtingu myndarinnar „opinberað hatur sitt“ á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins.Myndina má sjá hér. Svanur fullyrðir ennfremur í yfirlýsingu sinni að fréttaflutningur 365 miðla hafi verið bæði „rangur“ og „hlutdrægur gegn Framsókn og flugvallarvinum.“Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á myndinni. „Við höfum aldrei gefið skopteiknurum okkar nein fyrirmæli um það hvað þeir eiga að teikna og ekki ritskoðað þá. Það hefur aldrei komið mynd sem við höfum ekki séð ástæðu til að birta. Þær hafa verið umdeildar og þær hafa valdið einhverju fjaðrafoki, því auðvitað er háðið beitt í sumum tilvikum. Það er ekkert öðruvísi í þessu tilviki. Þarna er beitt háð á ferðinni, allt partur af opinni umræðu í samfélaginu. Við höfum ekki hugsað okkur að biðjast afsökunar á því eða að beita skopteiknarana okkar neinni ritskoðun.“ Yfirlýsing Svans Guðmundssonar er hér í heild sinni:Til þeirra sem málið varða.Undirritaður vill senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna myndar í Fréttablaðinu í dag undir Spottinu.Í þeirri mynd eru allir frambjóðendur teiknaðir nokkuð glaðir en Sveinbjörg er sett í Ku Klux Klan búning. Með því er einn oddvitinn tekinn út og níddur á mjög óforskammaðan hátt og það á sjálfan kjördag. Þetta er einelti og dónaskapur í sinni grófustu mynd. Ku Klux Klan eru alþekkt samtök öfgamanna sem tóku blökkumenn af lífi með hengingum, barsmíðum og brenndu þá. Sveinbjörg er með þessari myndbirtingu sett á bekk með þessum óhugnanlegu morðingjum.Við sem höfum unnið að þessari kosningabaráttu með Sveinbjörgu þekkjum hana og hennar kosti og virðum hana mikils fyrir hvað hún hefur verið laus við að svara öfgum og hatursfullum áróðri sem á hana hafa dunið og látið vera að falla í sömu gryfju.Með þessari myndbirtingu hefur ritstjórn Fréttablaðsins opinberað hatur sitt á Sveinbjörgu. Eitt er hvað fréttaflutningur hefur verið beinlínis rangur hjá þessum miðli og hversu hlutdrægur hann hefur verið gegn Framsókn og flugvallarvinum þá ganga þeir of langt með þessari myndbirtingu og ráðast á hana persónulega með því að setja hana á bekk með Ku Klux Klan.Menn vilja að menn haldi sig við málefnin og fari ekki í manninn en með þessari mynd er verið að taka hana af lífi á færi.Ritstjórn Fréttablaðsins á að biðjast afsökunar á þessari myndbirtingu og það strax bæði opinberlega og til hennar persónulega.MBKSvanur GuðmundssonKosningastjóriFramsóknar og flugvallarvina. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir harðlega skopmynd Gunnar Karlssonar í Fréttablaðinu í dag. Hann segir ritstjórn blaðsins hafa með birtingu myndarinnar „opinberað hatur sitt“ á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins.Myndina má sjá hér. Svanur fullyrðir ennfremur í yfirlýsingu sinni að fréttaflutningur 365 miðla hafi verið bæði „rangur“ og „hlutdrægur gegn Framsókn og flugvallarvinum.“Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á myndinni. „Við höfum aldrei gefið skopteiknurum okkar nein fyrirmæli um það hvað þeir eiga að teikna og ekki ritskoðað þá. Það hefur aldrei komið mynd sem við höfum ekki séð ástæðu til að birta. Þær hafa verið umdeildar og þær hafa valdið einhverju fjaðrafoki, því auðvitað er háðið beitt í sumum tilvikum. Það er ekkert öðruvísi í þessu tilviki. Þarna er beitt háð á ferðinni, allt partur af opinni umræðu í samfélaginu. Við höfum ekki hugsað okkur að biðjast afsökunar á því eða að beita skopteiknarana okkar neinni ritskoðun.“ Yfirlýsing Svans Guðmundssonar er hér í heild sinni:Til þeirra sem málið varða.Undirritaður vill senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna myndar í Fréttablaðinu í dag undir Spottinu.Í þeirri mynd eru allir frambjóðendur teiknaðir nokkuð glaðir en Sveinbjörg er sett í Ku Klux Klan búning. Með því er einn oddvitinn tekinn út og níddur á mjög óforskammaðan hátt og það á sjálfan kjördag. Þetta er einelti og dónaskapur í sinni grófustu mynd. Ku Klux Klan eru alþekkt samtök öfgamanna sem tóku blökkumenn af lífi með hengingum, barsmíðum og brenndu þá. Sveinbjörg er með þessari myndbirtingu sett á bekk með þessum óhugnanlegu morðingjum.Við sem höfum unnið að þessari kosningabaráttu með Sveinbjörgu þekkjum hana og hennar kosti og virðum hana mikils fyrir hvað hún hefur verið laus við að svara öfgum og hatursfullum áróðri sem á hana hafa dunið og látið vera að falla í sömu gryfju.Með þessari myndbirtingu hefur ritstjórn Fréttablaðsins opinberað hatur sitt á Sveinbjörgu. Eitt er hvað fréttaflutningur hefur verið beinlínis rangur hjá þessum miðli og hversu hlutdrægur hann hefur verið gegn Framsókn og flugvallarvinum þá ganga þeir of langt með þessari myndbirtingu og ráðast á hana persónulega með því að setja hana á bekk með Ku Klux Klan.Menn vilja að menn haldi sig við málefnin og fari ekki í manninn en með þessari mynd er verið að taka hana af lífi á færi.Ritstjórn Fréttablaðsins á að biðjast afsökunar á þessari myndbirtingu og það strax bæði opinberlega og til hennar persónulega.MBKSvanur GuðmundssonKosningastjóriFramsóknar og flugvallarvina.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira