"Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. maí 2014 19:08 Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012. Ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Guðmundur Már Bjarnason var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar hann lést vegna læknamistaka. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og í dag ákærði saksóknari í málinu. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem spitalinn og starfsmaður hans eru ákærð fyrir atvik af þessu tagi. Stöð 2 fjallaði um málið í desember á síðasta ári en þar sagði Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guðmundar, að hún teldi ekki rétt að kæra hjúkrunarfræðinginn. Hún var enn þeirrar skoðunar þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt og illa að farið. Ég ber ekkert hatur til þessarar konu, og finnst ómaklegt að fara svona með hennar líf. Það hljóta að vera fleiri sem standa að þessu og hún getur ekki verið ein ábyrg,“ segir Ingveldur. Í tilkynningu sem stjórn Landspítalans sendi frá sér í morgun kemur fram að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni. Þá sendi félag hjúkrunarfræðinga frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að í ljósi ákærunnar standi hjúkrunarfræðingar frammi fyrri nýjum raunveruleika sem mun hafa áhrif á störf þeirra til frambúðar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum vegna ákærunnar. „Við erum slegin. Þetta er algjörlega nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og skapar mikla óvissu“. Sigríður segir það hafa verið samverkandi þætti sem ollu mistökunum. „Okkar niðurstaða segir okkur að það sé ansi margt annað sem spilar þarna inn í og að það sé ofureinföldun að skella sökinni á einn einstakling,“ segir hún. Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir er nú í leyfi frá störfum sínum við spítalann og hefur verið úthlutað lögfræðingi. Landspítalinn mun á næstu dögum fara frekar yfir efni ákærunnar með lögmönnum sínum. Tengdar fréttir Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012. Ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Guðmundur Már Bjarnason var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar hann lést vegna læknamistaka. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og í dag ákærði saksóknari í málinu. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem spitalinn og starfsmaður hans eru ákærð fyrir atvik af þessu tagi. Stöð 2 fjallaði um málið í desember á síðasta ári en þar sagði Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guðmundar, að hún teldi ekki rétt að kæra hjúkrunarfræðinginn. Hún var enn þeirrar skoðunar þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt og illa að farið. Ég ber ekkert hatur til þessarar konu, og finnst ómaklegt að fara svona með hennar líf. Það hljóta að vera fleiri sem standa að þessu og hún getur ekki verið ein ábyrg,“ segir Ingveldur. Í tilkynningu sem stjórn Landspítalans sendi frá sér í morgun kemur fram að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni. Þá sendi félag hjúkrunarfræðinga frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að í ljósi ákærunnar standi hjúkrunarfræðingar frammi fyrri nýjum raunveruleika sem mun hafa áhrif á störf þeirra til frambúðar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum vegna ákærunnar. „Við erum slegin. Þetta er algjörlega nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og skapar mikla óvissu“. Sigríður segir það hafa verið samverkandi þætti sem ollu mistökunum. „Okkar niðurstaða segir okkur að það sé ansi margt annað sem spilar þarna inn í og að það sé ofureinföldun að skella sökinni á einn einstakling,“ segir hún. Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir er nú í leyfi frá störfum sínum við spítalann og hefur verið úthlutað lögfræðingi. Landspítalinn mun á næstu dögum fara frekar yfir efni ákærunnar með lögmönnum sínum.
Tengdar fréttir Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46