"Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. maí 2014 19:08 Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012. Ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Guðmundur Már Bjarnason var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar hann lést vegna læknamistaka. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og í dag ákærði saksóknari í málinu. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem spitalinn og starfsmaður hans eru ákærð fyrir atvik af þessu tagi. Stöð 2 fjallaði um málið í desember á síðasta ári en þar sagði Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guðmundar, að hún teldi ekki rétt að kæra hjúkrunarfræðinginn. Hún var enn þeirrar skoðunar þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt og illa að farið. Ég ber ekkert hatur til þessarar konu, og finnst ómaklegt að fara svona með hennar líf. Það hljóta að vera fleiri sem standa að þessu og hún getur ekki verið ein ábyrg,“ segir Ingveldur. Í tilkynningu sem stjórn Landspítalans sendi frá sér í morgun kemur fram að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni. Þá sendi félag hjúkrunarfræðinga frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að í ljósi ákærunnar standi hjúkrunarfræðingar frammi fyrri nýjum raunveruleika sem mun hafa áhrif á störf þeirra til frambúðar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum vegna ákærunnar. „Við erum slegin. Þetta er algjörlega nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og skapar mikla óvissu“. Sigríður segir það hafa verið samverkandi þætti sem ollu mistökunum. „Okkar niðurstaða segir okkur að það sé ansi margt annað sem spilar þarna inn í og að það sé ofureinföldun að skella sökinni á einn einstakling,“ segir hún. Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir er nú í leyfi frá störfum sínum við spítalann og hefur verið úthlutað lögfræðingi. Landspítalinn mun á næstu dögum fara frekar yfir efni ákærunnar með lögmönnum sínum. Tengdar fréttir Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012. Ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Guðmundur Már Bjarnason var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar hann lést vegna læknamistaka. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og í dag ákærði saksóknari í málinu. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem spitalinn og starfsmaður hans eru ákærð fyrir atvik af þessu tagi. Stöð 2 fjallaði um málið í desember á síðasta ári en þar sagði Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guðmundar, að hún teldi ekki rétt að kæra hjúkrunarfræðinginn. Hún var enn þeirrar skoðunar þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt og illa að farið. Ég ber ekkert hatur til þessarar konu, og finnst ómaklegt að fara svona með hennar líf. Það hljóta að vera fleiri sem standa að þessu og hún getur ekki verið ein ábyrg,“ segir Ingveldur. Í tilkynningu sem stjórn Landspítalans sendi frá sér í morgun kemur fram að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni. Þá sendi félag hjúkrunarfræðinga frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að í ljósi ákærunnar standi hjúkrunarfræðingar frammi fyrri nýjum raunveruleika sem mun hafa áhrif á störf þeirra til frambúðar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum vegna ákærunnar. „Við erum slegin. Þetta er algjörlega nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og skapar mikla óvissu“. Sigríður segir það hafa verið samverkandi þætti sem ollu mistökunum. „Okkar niðurstaða segir okkur að það sé ansi margt annað sem spilar þarna inn í og að það sé ofureinföldun að skella sökinni á einn einstakling,“ segir hún. Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir er nú í leyfi frá störfum sínum við spítalann og hefur verið úthlutað lögfræðingi. Landspítalinn mun á næstu dögum fara frekar yfir efni ákærunnar með lögmönnum sínum.
Tengdar fréttir Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46