Andlegt hugarfar er bensín í mínu lífi Rikka skrifar 22. maí 2014 09:00 Vísir/Valli Bubbi Morthens , einn ástsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið, setur andlega og líkamlega heilsu í forgang á degi hverjum. Hann segir mikilvægt að muna eftir því að þakka fyrir fólkið sitt og þá reynslu sem að lífið færir honum, góða sem slæma. Einblínir á það jákvæða „Dagurinn byrjar frekar snemma hjá mér eða milli fimm og sex, en þó með undantekningum.Ég byrja á bænastund og síðan hugleiði ég í stutta stund. Með því stilli ég mig inn í daginn og reyni að fylla mig jákvæðni og soga í mig ljós.” Bubbi segir að andlegt hugarfar sé honum gríðarlega mikilvægt og sem bensín á líf sitt. „Ég fer oft með litlar bænir, hvar sem er og hvenær sem er. Ég byrja daginn á að biðja um handleiðslu; að ég tali ekki ljótt, hugsi jákvætt og að kærleikurinn streymi inn í mig. Ég þakka fyrir fólkið mitt, líf mitt og hæfileika og þá blessun sem ég hef notið, góða og slæma, allt er þetta reynsla sem er á endanum góð fyrir mig,” segir Bubbi. Eins og við öll nær Bubbi oftast góðum og einbeittum árangri en fer stundum út af brautinn. „Ég reyni að vera meðvitaður um galla mína sem og kosti, reyni að einblína á það jákvæða. Án míns æðri máttar í deginum er dagurinn ekki góður. Ég mætti taka stóra bróður minn hann Tolla mér til algjörar fyrirmyndar í þessum málum en hann er orðinn upplýstur, eins og ég kýs að kalla það.”Æfir sex sinnum í vikuÞað tekur á að vera einn vinsælasti tónlistarmaður landsins enda mikill vinna sem liggur á baki svona farsælum ferli og nauðsynlegt að vera í góðu líkamlegu formi. En hvernig fer Bubbi að þessu? „Ég æfi 6 daga vikunnar. Ég byrja á að lyfta í 45 mín allan skrokkinn, súpersetta þetta, þá sippa ég í 2 mínútur, hvíli í 30 sek. Ég hleyp fjórum sinnum 85 metra, hvíli í mínútu og byrja svo aftur að sippa. Þetta geri ég í í 36 mínútur, síðan hjóla ég í 31 mín og enda á því að teygja í 15 mínútur. Annan hvern dag bæti ég kvið inn í æfingar og þá tek ég stundum öðruvísi törn og lyfti í 45 mín, hvíli í 3 tíma, fer í Mjölni og sippa og boxa í klukkustund. Ég reyni mikið að breyta æfingum og ekki festast í rútínu.”Hugar að mataræðinuBubbi byrjar flesta daga á því að fara í gufu og með því hreinsa líkama og sál. „Að því loknu fæ ég mér nýkreistan appelsínusafa og hristing með jarðarberjum, banana, haframjöli, chia fræum, goji berjum og bláberjum.Þetta læt ég duga fram að hádegi en strax eftir æfingu fæ ég mér Hleðslu eða Hámark.” Bubbi borðar létt yfir daginn og fær sér salat og brauðsneið í hádeginu. Um miðjan daginn fær hann sér niðurskorna ávexti eða grænmeti en á kvöldin borðar Bubbi hvað sem er en gætir þess að borða ekki of stóra skammta.Facebook/BubbiRæktar sitt eigið grænmetiBubbi og fjölskylda hafa komið sér vel fyrir á himneskum stað við Meðalfellsvatn í Kjós. Þau rækta sitt eigið grænmeti og fá kjöt frá næsta bæ. „Ég fæ allt kjöt beint frá Dodda bónda á Hálsi. Laxinn sé ég sjálfur um og tengdapabbi gefur mér sinn netveidda lax, sem við höfum ákveðið að rífast ekki um. Ég fæ mikið af lúðu frá velunnurum, brauð baka ég í törnum og grænmeti ræktum við sjálf að miklu leyti. Bláberin týnum við svo sjálf. Við týndum 60 kíló af berjum í fyrra haust og árið áður 65 kíló,” segir Bubbi. Bubbi er sem fyrr segir mikill laxveiðimaður og hefur gefið út bækur um þetta hugðarefni sitt. Heilsa Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Bubbi Morthens , einn ástsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið, setur andlega og líkamlega heilsu í forgang á degi hverjum. Hann segir mikilvægt að muna eftir því að þakka fyrir fólkið sitt og þá reynslu sem að lífið færir honum, góða sem slæma. Einblínir á það jákvæða „Dagurinn byrjar frekar snemma hjá mér eða milli fimm og sex, en þó með undantekningum.Ég byrja á bænastund og síðan hugleiði ég í stutta stund. Með því stilli ég mig inn í daginn og reyni að fylla mig jákvæðni og soga í mig ljós.” Bubbi segir að andlegt hugarfar sé honum gríðarlega mikilvægt og sem bensín á líf sitt. „Ég fer oft með litlar bænir, hvar sem er og hvenær sem er. Ég byrja daginn á að biðja um handleiðslu; að ég tali ekki ljótt, hugsi jákvætt og að kærleikurinn streymi inn í mig. Ég þakka fyrir fólkið mitt, líf mitt og hæfileika og þá blessun sem ég hef notið, góða og slæma, allt er þetta reynsla sem er á endanum góð fyrir mig,” segir Bubbi. Eins og við öll nær Bubbi oftast góðum og einbeittum árangri en fer stundum út af brautinn. „Ég reyni að vera meðvitaður um galla mína sem og kosti, reyni að einblína á það jákvæða. Án míns æðri máttar í deginum er dagurinn ekki góður. Ég mætti taka stóra bróður minn hann Tolla mér til algjörar fyrirmyndar í þessum málum en hann er orðinn upplýstur, eins og ég kýs að kalla það.”Æfir sex sinnum í vikuÞað tekur á að vera einn vinsælasti tónlistarmaður landsins enda mikill vinna sem liggur á baki svona farsælum ferli og nauðsynlegt að vera í góðu líkamlegu formi. En hvernig fer Bubbi að þessu? „Ég æfi 6 daga vikunnar. Ég byrja á að lyfta í 45 mín allan skrokkinn, súpersetta þetta, þá sippa ég í 2 mínútur, hvíli í 30 sek. Ég hleyp fjórum sinnum 85 metra, hvíli í mínútu og byrja svo aftur að sippa. Þetta geri ég í í 36 mínútur, síðan hjóla ég í 31 mín og enda á því að teygja í 15 mínútur. Annan hvern dag bæti ég kvið inn í æfingar og þá tek ég stundum öðruvísi törn og lyfti í 45 mín, hvíli í 3 tíma, fer í Mjölni og sippa og boxa í klukkustund. Ég reyni mikið að breyta æfingum og ekki festast í rútínu.”Hugar að mataræðinuBubbi byrjar flesta daga á því að fara í gufu og með því hreinsa líkama og sál. „Að því loknu fæ ég mér nýkreistan appelsínusafa og hristing með jarðarberjum, banana, haframjöli, chia fræum, goji berjum og bláberjum.Þetta læt ég duga fram að hádegi en strax eftir æfingu fæ ég mér Hleðslu eða Hámark.” Bubbi borðar létt yfir daginn og fær sér salat og brauðsneið í hádeginu. Um miðjan daginn fær hann sér niðurskorna ávexti eða grænmeti en á kvöldin borðar Bubbi hvað sem er en gætir þess að borða ekki of stóra skammta.Facebook/BubbiRæktar sitt eigið grænmetiBubbi og fjölskylda hafa komið sér vel fyrir á himneskum stað við Meðalfellsvatn í Kjós. Þau rækta sitt eigið grænmeti og fá kjöt frá næsta bæ. „Ég fæ allt kjöt beint frá Dodda bónda á Hálsi. Laxinn sé ég sjálfur um og tengdapabbi gefur mér sinn netveidda lax, sem við höfum ákveðið að rífast ekki um. Ég fæ mikið af lúðu frá velunnurum, brauð baka ég í törnum og grænmeti ræktum við sjálf að miklu leyti. Bláberin týnum við svo sjálf. Við týndum 60 kíló af berjum í fyrra haust og árið áður 65 kíló,” segir Bubbi. Bubbi er sem fyrr segir mikill laxveiðimaður og hefur gefið út bækur um þetta hugðarefni sitt.
Heilsa Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira