Fjölgað um eitt mót og spilað á nýjum velli á mótaröðinni í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2014 15:15 Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, messar yfir liðinu í dag. Vísir/Daníel „Við byrjum fyrr en venjulega þannig allir okkar bestu kylfingar eru ekki komnir heim. Þess vegna er gaman að sjá það sé full skráning í fyrsta mót. Það sýnir að það sé mikil spenna og stemning fyrir mótaröðinni,“ segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, í samtali við Vísi. Hörður og hans menn hjá GSÍ kynntu verkefni sumarsins á blaðamannafundi í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag, bæði Eimskipsmótaröðina og Íslandsbankamótaröð unglinga. Fyrsta mótið, Nettó-mótið, fer fram strax um helgina á Hólmsvelli í Leiru og er full skráning þrátt fyrir að byrjað sé fyrr en vanalega. Íslandsmótið í höggleik fer fram í fyrsta skipti á Leirdalsvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Klúbburinn fagnar 20 ára afmæli sínu á árinu og heldur upp á það með því að hýsa stærsta mót ársins.Rúnar Arnórsson (fyrir miðju) er ríkjandi stigameistari á Eimskipsmótaröðinni.Vísir/DaníelBirgir Leifur Hafþórsson, fimmfaldur Íslandsmeistari í höggleik, er meðlimur í GKG og starfsmaður klúbbsins og fær því kjörið tækifæri til að jafna þá BjörgvinÞorsteinsson og landsliðsþjálfarann ÚlfarJónsson á heimavelli í sumar. Björgvin og Úlfar hafa báðir unnið sex Íslandsmeistaratitla. Símamótið, þriðja mót ársins á Eimskipsmótaröðinni, fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi en þetta er í fyrsta skipti sem leikið er þar á mótaröðinni. Í heildina eru öll fimm mótin á mótaröðinni, að undanskildum Íslandsmótunum tveimur, haldin fyrir utan höfuðborgarsvæðið. „Ástæðan er fyrst og fremst að álagið er mikið á völlunum á höfuðborgarsvæðinu og við erum að nýta vellina á jaðarsvæðunum. Þetta eru frábærir vellir sem við eigum út um allt land og það er samkomulag í hreyfingunni um að nýta þá í mótahaldið,“ segir Hörður við Vísi. Veturinn fór illa með marga golf- og knattspyrnuvelli og koma þeir misvel undan vetri. En hvernig er standið á þeim völlum sem spilað verður á í sumar? „Þeir eru ekkert allir í 100 prósent standi en þeir standa betur en á horfði. Menn fóru í mikla vinnu í vor, eða frá febrúar, að brjóta klaka og vinna teiga og flatir. Það tókst, en aftur á móti eru skemmdir á brautum eftir þennan erfiða vetur.“Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, fór yfir verkefni landsliða Íslands í sumar.Vísir/DaníelFjölgað hefur verið um eitt mót á Eimskipsmótaröðinni en það var krafa frá afrekshluta GSÍ, landsliðsþjálfaranum og fleirum, að sögn Harðar, sem varð til þess. Menn vildu fá fleiri mót fyrir bestu kylfinga landsins. „Við erum í sjálfu sér bara að auka framboð á mótum fyrir okkar bestu kylfinga og sjá hvort það skilar sér fyrir þá. Vandamálið sem við búum við er, að tugir okkar bestu kylfinga eru í Háskólum í Bandaríkjunum þannig þeir fara snemma á haustin. En við reynum eins og við getum að teygja sumarið eins og við getum og þetta er hluti af því.Mótin á Eimskipsmótaröðinni: 1. Nettó-mótið, 25.-26. maí á Hólmsvelli í Leiru. 2. Egils Gull-mótið, 30.maí-1. júní á Strandavelli á Hellu 3. Símamótið, 13.-15. júní á Hamarsvelli í Borgarnesi 4. Securitas-mótið (Íslandsmótið í holukeppni), 27.-29. júní á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði 5. Eimskipsmótið (Íslandsmótið í höggleik), 24.-27. júlí á Leirdalsvelli í Garðabæ 6. Mót á Garðavelli á Akranesi 15.-17. ágúst 7. Goða-mótið, 30.-31. ágúst á Jaðarsvelli á Akureyri Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Við byrjum fyrr en venjulega þannig allir okkar bestu kylfingar eru ekki komnir heim. Þess vegna er gaman að sjá það sé full skráning í fyrsta mót. Það sýnir að það sé mikil spenna og stemning fyrir mótaröðinni,“ segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, í samtali við Vísi. Hörður og hans menn hjá GSÍ kynntu verkefni sumarsins á blaðamannafundi í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag, bæði Eimskipsmótaröðina og Íslandsbankamótaröð unglinga. Fyrsta mótið, Nettó-mótið, fer fram strax um helgina á Hólmsvelli í Leiru og er full skráning þrátt fyrir að byrjað sé fyrr en vanalega. Íslandsmótið í höggleik fer fram í fyrsta skipti á Leirdalsvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Klúbburinn fagnar 20 ára afmæli sínu á árinu og heldur upp á það með því að hýsa stærsta mót ársins.Rúnar Arnórsson (fyrir miðju) er ríkjandi stigameistari á Eimskipsmótaröðinni.Vísir/DaníelBirgir Leifur Hafþórsson, fimmfaldur Íslandsmeistari í höggleik, er meðlimur í GKG og starfsmaður klúbbsins og fær því kjörið tækifæri til að jafna þá BjörgvinÞorsteinsson og landsliðsþjálfarann ÚlfarJónsson á heimavelli í sumar. Björgvin og Úlfar hafa báðir unnið sex Íslandsmeistaratitla. Símamótið, þriðja mót ársins á Eimskipsmótaröðinni, fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi en þetta er í fyrsta skipti sem leikið er þar á mótaröðinni. Í heildina eru öll fimm mótin á mótaröðinni, að undanskildum Íslandsmótunum tveimur, haldin fyrir utan höfuðborgarsvæðið. „Ástæðan er fyrst og fremst að álagið er mikið á völlunum á höfuðborgarsvæðinu og við erum að nýta vellina á jaðarsvæðunum. Þetta eru frábærir vellir sem við eigum út um allt land og það er samkomulag í hreyfingunni um að nýta þá í mótahaldið,“ segir Hörður við Vísi. Veturinn fór illa með marga golf- og knattspyrnuvelli og koma þeir misvel undan vetri. En hvernig er standið á þeim völlum sem spilað verður á í sumar? „Þeir eru ekkert allir í 100 prósent standi en þeir standa betur en á horfði. Menn fóru í mikla vinnu í vor, eða frá febrúar, að brjóta klaka og vinna teiga og flatir. Það tókst, en aftur á móti eru skemmdir á brautum eftir þennan erfiða vetur.“Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, fór yfir verkefni landsliða Íslands í sumar.Vísir/DaníelFjölgað hefur verið um eitt mót á Eimskipsmótaröðinni en það var krafa frá afrekshluta GSÍ, landsliðsþjálfaranum og fleirum, að sögn Harðar, sem varð til þess. Menn vildu fá fleiri mót fyrir bestu kylfinga landsins. „Við erum í sjálfu sér bara að auka framboð á mótum fyrir okkar bestu kylfinga og sjá hvort það skilar sér fyrir þá. Vandamálið sem við búum við er, að tugir okkar bestu kylfinga eru í Háskólum í Bandaríkjunum þannig þeir fara snemma á haustin. En við reynum eins og við getum að teygja sumarið eins og við getum og þetta er hluti af því.Mótin á Eimskipsmótaröðinni: 1. Nettó-mótið, 25.-26. maí á Hólmsvelli í Leiru. 2. Egils Gull-mótið, 30.maí-1. júní á Strandavelli á Hellu 3. Símamótið, 13.-15. júní á Hamarsvelli í Borgarnesi 4. Securitas-mótið (Íslandsmótið í holukeppni), 27.-29. júní á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði 5. Eimskipsmótið (Íslandsmótið í höggleik), 24.-27. júlí á Leirdalsvelli í Garðabæ 6. Mót á Garðavelli á Akranesi 15.-17. ágúst 7. Goða-mótið, 30.-31. ágúst á Jaðarsvelli á Akureyri
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira