Eini Ferrari pallbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 16:12 Góður fyrir iðnaðarmenn. Ferrari hefur ekki enn smíðað pallbíla, en það fannst Ultimate Wheels, sem þekkt er fyrir undarlegar breytingar á bílum, alveg ómögulegt. Bíllinn er 1989 árgerðin af Ferrari 412 og eigandi hans er eigandinn af London Motor Museum. Ekkert var til sparað við að breyta honum í pallbíl og er til að mynda pallurinn með tekkklæðningu, líkt og á alvöru lúxussnekkju. Teknir voru 30 cm ofanaf afturhluta bílsins, en pallurinn er ekki nema tæpur einn metri á lengd. Ultimate Wheels breytti ýmsu fleiru í bílnum og er hann með nýtt útblásturskerfi þar sem velja má á milli hljóðsins sem frá honum kemur, öskrandi druna beint frá öflugri vélinni eða mun hæverskari og hljóðlátari hljóms. Komið er öflugt Bang og Olufsen hljóðkerfi í bílinn og einhverra hluta vegna er komið afar einkennilegt loftinntak („scoop“) á húddið á bílnum. Hver hefur sinn smekk, en erfitt væri að viðurkenna að þessar breytingar hafi jákvæð áhrif á annars þennan fallega bíl, þó vandað hafi verið til verks. Laglegasti pallur úr tekki. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent
Ferrari hefur ekki enn smíðað pallbíla, en það fannst Ultimate Wheels, sem þekkt er fyrir undarlegar breytingar á bílum, alveg ómögulegt. Bíllinn er 1989 árgerðin af Ferrari 412 og eigandi hans er eigandinn af London Motor Museum. Ekkert var til sparað við að breyta honum í pallbíl og er til að mynda pallurinn með tekkklæðningu, líkt og á alvöru lúxussnekkju. Teknir voru 30 cm ofanaf afturhluta bílsins, en pallurinn er ekki nema tæpur einn metri á lengd. Ultimate Wheels breytti ýmsu fleiru í bílnum og er hann með nýtt útblásturskerfi þar sem velja má á milli hljóðsins sem frá honum kemur, öskrandi druna beint frá öflugri vélinni eða mun hæverskari og hljóðlátari hljóms. Komið er öflugt Bang og Olufsen hljóðkerfi í bílinn og einhverra hluta vegna er komið afar einkennilegt loftinntak („scoop“) á húddið á bílnum. Hver hefur sinn smekk, en erfitt væri að viðurkenna að þessar breytingar hafi jákvæð áhrif á annars þennan fallega bíl, þó vandað hafi verið til verks. Laglegasti pallur úr tekki.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent