Tekið á móti 10 - 15 flóttamönnum frá Sýrlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2014 12:21 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. vísir/pjetur Innanríkisráðherra segir það gleðiefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi þar sem sérstök áhersla verður lögð á að taka á móti börnum sem hafa slasast eða glíma við önnur veikindi og fjölskyldum þeirra. Um tíu til fimmtán manns munu koma til landsins en ekki hefur verið ákveðið hvar fólkið mun búa. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkjum neyðarkall nýverið um að þau komi til aðstoðar og taki á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem hefur leitað til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim mikla þrýstingi sem þar hefur myndast.En af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Verkefnin á þessu svæðið eru þess eðlis og það hefur verið óskað eftir því , flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkum neyðarkall nýverið um að þau koma til aðstoðar og við ákváðum að vera með og teljum það mjög mikilvægt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og bætir við: „Við erum að tala um í þessu verkefni 10 til 15 manns, við erum að tala um að fókusera á fjölskyldur með börn, sem hafa orðið fyrir einhverjum sérstökum veikindum eða orðið fyrir slysi vegna þess ástands sem ríkir í landinu. Við teljum heilbrigðiskerfið getað aðstoðað þessi börn og hjálpað þeim, þannig að fókusinn verður á fjölskyldur. Við fáum innan tveggja vikna tillögur frá flóttamannanefndinni um hvernig þau teljast farsælast að gera þetta“. Hanna Birna segir ekki ákveðið hvar fólkið muni búa og ekki hvað móttaka flóttamannanna muni kosta íslenska ríkið. Hún segir málið sérstaklega ánægjulegt. „Já, auðvitað, við búum við mjög gott kerfi, búum við gott heilbrigðiskerfi, heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og það er mikilvægt að geta hjálpað, sérstaklega í tilvikum þar sem staðan er svona brýn eins og hún er á þessu svæði,“ sagði Hanna Birna ennfremur. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það gleðiefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi þar sem sérstök áhersla verður lögð á að taka á móti börnum sem hafa slasast eða glíma við önnur veikindi og fjölskyldum þeirra. Um tíu til fimmtán manns munu koma til landsins en ekki hefur verið ákveðið hvar fólkið mun búa. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkjum neyðarkall nýverið um að þau komi til aðstoðar og taki á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem hefur leitað til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim mikla þrýstingi sem þar hefur myndast.En af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Verkefnin á þessu svæðið eru þess eðlis og það hefur verið óskað eftir því , flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkum neyðarkall nýverið um að þau koma til aðstoðar og við ákváðum að vera með og teljum það mjög mikilvægt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og bætir við: „Við erum að tala um í þessu verkefni 10 til 15 manns, við erum að tala um að fókusera á fjölskyldur með börn, sem hafa orðið fyrir einhverjum sérstökum veikindum eða orðið fyrir slysi vegna þess ástands sem ríkir í landinu. Við teljum heilbrigðiskerfið getað aðstoðað þessi börn og hjálpað þeim, þannig að fókusinn verður á fjölskyldur. Við fáum innan tveggja vikna tillögur frá flóttamannanefndinni um hvernig þau teljast farsælast að gera þetta“. Hanna Birna segir ekki ákveðið hvar fólkið muni búa og ekki hvað móttaka flóttamannanna muni kosta íslenska ríkið. Hún segir málið sérstaklega ánægjulegt. „Já, auðvitað, við búum við mjög gott kerfi, búum við gott heilbrigðiskerfi, heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og það er mikilvægt að geta hjálpað, sérstaklega í tilvikum þar sem staðan er svona brýn eins og hún er á þessu svæði,“ sagði Hanna Birna ennfremur.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Sjá meira