Thomas Björn í góðum málum fyrir lokahringinn á Wentworth 24. maí 2014 19:47 Thomas Björn hefur verið frábær á Wentworth hingað til. Getty Það leit ekki beint út fyrir að Thomas Björn myndi stinga af á BMW PGA meistaramótinu þegar að Daninn hóf sinn þriðja hring í dag en hann byrjaði á því að fá tvöfaldan skolla á fyrstu holu og var nokkuð heppinn að sleppa í gegn um fyrri níu holurnar á aðeins tveimur höggum yfir pari. Björn fór svo gjörsamlega á kostum á seinni níu, fékk sjö fugla, tvö pör og kláraði hringinn á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann leiðir því mótið fyrir lokahringinn en þessi vinsæli kylfingur er á 15 höggum undir pari, fimm höggum á undan Luke Donald sem er í öðru sæti á tíu höggum undir. Írinn Shane Lowry er einn í þriðja sæti á níu höggum undir pari en Joost Luiten og Rory McIlroy deila fjórða sætinu á átta höggum undir og þurfa hálfgert kraftaverk á morgun til þess að ná gera atlögu að Björn sem hefur verið í sérflokki hingað til. BMW PGA meistaramótið er eitt stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni og fer það ávalt fram á hinum glæsilega Wentworth velli á Englandi. Lokahringurinn fer fram á morgun og verður hann í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 12:30. Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það leit ekki beint út fyrir að Thomas Björn myndi stinga af á BMW PGA meistaramótinu þegar að Daninn hóf sinn þriðja hring í dag en hann byrjaði á því að fá tvöfaldan skolla á fyrstu holu og var nokkuð heppinn að sleppa í gegn um fyrri níu holurnar á aðeins tveimur höggum yfir pari. Björn fór svo gjörsamlega á kostum á seinni níu, fékk sjö fugla, tvö pör og kláraði hringinn á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann leiðir því mótið fyrir lokahringinn en þessi vinsæli kylfingur er á 15 höggum undir pari, fimm höggum á undan Luke Donald sem er í öðru sæti á tíu höggum undir. Írinn Shane Lowry er einn í þriðja sæti á níu höggum undir pari en Joost Luiten og Rory McIlroy deila fjórða sætinu á átta höggum undir og þurfa hálfgert kraftaverk á morgun til þess að ná gera atlögu að Björn sem hefur verið í sérflokki hingað til. BMW PGA meistaramótið er eitt stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni og fer það ávalt fram á hinum glæsilega Wentworth velli á Englandi. Lokahringurinn fer fram á morgun og verður hann í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 12:30.
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira