Universal vill 5,6 milljarða vegna fráfalls Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 17:00 Paul Walker úr Fast & Furious. Það er erfitt að meta líf í peningaupphæðum, en það er hægt að meta það hvað fráfall fólks getur haft á fyrirtæki þess sem viðkomandi vann hjá. Það er einmitt kvikmyndaframleiðandinn Universal að gera með kröfu sinni á tryggingafélag uppá 5,6 milljarða króna, eða 50 milljónir dollara. Það hefur haft mikil áhrif á framleiðslu Fast & Furious 7 myndarinnar sem Universal vann að er Paul Walker, einn aðalleikara myndarinnar, dó í sviplegu bílslysi. Universal vill meina að aukakostnaður sinn nemi einmitt þessari upphæð. Universal hefur þurft að fara ýmsar krókaleiðir til að persóna Paul Walker sé áfram í myndinni, bæði með tæknibrellum og tvíförum Paul Walker. Upphaflega átti framleiðsla myndarinnar að kosta 200 milljón dollarar, en fjórðungur hefur bæst ofaná vegna fráfalls Paul Walker og víst er að hans nýtur ekki við ef framleiddar verða fleiri Fast & Furious myndir. Ef að Universal tekst að fá þessa bótagreiðslu verður hún sú hæsta sinnar tegundar, en 20 milljón dollara krafa var samþykkt við fráfall John Candy er verið var að búa til kvikmyndina Wagons East árið 1994. Einnig voru greiddar út 10 milljónir dollara í tryggingafé þegar Robert Downey Jr. Braut á sér öklann við tökur á myndinni Iron Man 3. Það er ekki að spyrja að upphæðunum vestur í henni Ameríku! Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent
Það er erfitt að meta líf í peningaupphæðum, en það er hægt að meta það hvað fráfall fólks getur haft á fyrirtæki þess sem viðkomandi vann hjá. Það er einmitt kvikmyndaframleiðandinn Universal að gera með kröfu sinni á tryggingafélag uppá 5,6 milljarða króna, eða 50 milljónir dollara. Það hefur haft mikil áhrif á framleiðslu Fast & Furious 7 myndarinnar sem Universal vann að er Paul Walker, einn aðalleikara myndarinnar, dó í sviplegu bílslysi. Universal vill meina að aukakostnaður sinn nemi einmitt þessari upphæð. Universal hefur þurft að fara ýmsar krókaleiðir til að persóna Paul Walker sé áfram í myndinni, bæði með tæknibrellum og tvíförum Paul Walker. Upphaflega átti framleiðsla myndarinnar að kosta 200 milljón dollarar, en fjórðungur hefur bæst ofaná vegna fráfalls Paul Walker og víst er að hans nýtur ekki við ef framleiddar verða fleiri Fast & Furious myndir. Ef að Universal tekst að fá þessa bótagreiðslu verður hún sú hæsta sinnar tegundar, en 20 milljón dollara krafa var samþykkt við fráfall John Candy er verið var að búa til kvikmyndina Wagons East árið 1994. Einnig voru greiddar út 10 milljónir dollara í tryggingafé þegar Robert Downey Jr. Braut á sér öklann við tökur á myndinni Iron Man 3. Það er ekki að spyrja að upphæðunum vestur í henni Ameríku!
Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent