Viðskipti erlent

Forstjóri Facebook dreginn fyrir dóm í Íran

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mark Zuckerberg hefur tilefni til að vera hugsi þessa dagana.
Mark Zuckerberg hefur tilefni til að vera hugsi þessa dagana. VISIR/AFP
Dómari í Íran hefur gert Mark Zuckerberg, stofnanda og aðaleiganda Facebook, að mæta fyrir dóm í suðurhluta landsins.

Er honum ætlað að svara ásökunum þess efnis að forrit fyrirtækisins, Instagram og Whatsapp, brjóti gegn friðhelgi einkalífsins.

Talið er að dómarinn í málinu farið fram á að lokað verði fyrir aðgang að forritunum tveimur í landinu meðan aðalmeðferðin málsins stendur yfir.

Þetta kemur fram í frétt AP um málið.



Talið er ólíklegt að hinn bandaríski Zuckerberg láti sjá sig í íranska dómsalnum enda er enginn framsalssamningur milli ríkjanna tveggja. Vefur Facebook er nú þegar bannaður í landinu ásamt öðrum samskiptamiðlum eins og Twitter og Youtube.



Þrátt fyrir það eru stjórnmálaleiðtogar í landinu, eins og utanríkisráðherra Mohammad Jvad Zarif, virkir á Twitter. Írönsk ungmenni eiga þó ekki í tiltölulega miklum vandræðum með að komast fram hjá tæknitakmörkunum stjórnvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×