Colin Montgomerie sigraði á PGA meistaramóti öldunga 27. maí 2014 23:30 Montgomerie fagnar sigrinum um helgina. Getty Skotinn Colin Montgomerie sigraði á sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum á ferlinum um helgina en hann sigraði á PGA meistaramóti öldunga sem fram fór á Harbor Shores vellinum í Michigan. Mótið er eitt af „risamótum“ öldungamótaraðarinnar en Montgomerie hóf leik á henni fyrr á árinu þar sem hann er orðinn fimmtugur. Lék hann hringina fjóra á 13 höggum undir pari en goðsögnin Tom Watson endaði í öðru sæti á níu undir pari. Sigur Montgomerie er einnig hans fyrsti í atvinnugolfmóti síðan árið 2007 en með honum öðlaðist hann þátttökurétt á PGA-meistaramótinu á Valhalla vellinum í ágúst. „Ég er ótrúlega ánægður með að hafa unnið mitt fyrsta mót á bandarískri grundu eftir öll þessi ár,“ sagði Montgomerie við fréttamenn eftir lokahringinn. “Þetta hefur verið eitthvað sem hefur vantað á ferilskránna mína þrátt fyrir að ég hafi svo sannarlega reynt oft fyrir mér í Bandaríkjunum. Þá gefur það mér smá uppreisn æru að minn fyrsti sigur á öldungamótaröðinni sé risamót sem hefur mikla sögu, ég er í góðu formi þessa dagana og mig hlakkar mikið til að berjast aftur við þá bestu á PGA-meistaramótinu.“ Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Skotinn Colin Montgomerie sigraði á sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum á ferlinum um helgina en hann sigraði á PGA meistaramóti öldunga sem fram fór á Harbor Shores vellinum í Michigan. Mótið er eitt af „risamótum“ öldungamótaraðarinnar en Montgomerie hóf leik á henni fyrr á árinu þar sem hann er orðinn fimmtugur. Lék hann hringina fjóra á 13 höggum undir pari en goðsögnin Tom Watson endaði í öðru sæti á níu undir pari. Sigur Montgomerie er einnig hans fyrsti í atvinnugolfmóti síðan árið 2007 en með honum öðlaðist hann þátttökurétt á PGA-meistaramótinu á Valhalla vellinum í ágúst. „Ég er ótrúlega ánægður með að hafa unnið mitt fyrsta mót á bandarískri grundu eftir öll þessi ár,“ sagði Montgomerie við fréttamenn eftir lokahringinn. “Þetta hefur verið eitthvað sem hefur vantað á ferilskránna mína þrátt fyrir að ég hafi svo sannarlega reynt oft fyrir mér í Bandaríkjunum. Þá gefur það mér smá uppreisn æru að minn fyrsti sigur á öldungamótaröðinni sé risamót sem hefur mikla sögu, ég er í góðu formi þessa dagana og mig hlakkar mikið til að berjast aftur við þá bestu á PGA-meistaramótinu.“
Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira