Bráðhollir morgungrautar 27. maí 2014 16:00 Mynd/Rikka Hér koma tvær uppskriftir af bráðhollum morgunverðargrautum sem auðvelt er að skella saman og tilvalið fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.Súkkulaðigrautur 60 g tröllahafrar1 msk Now Triple Omega fræ blanda 1/2 tsk kanill 1 msk rúsínur 100 ml kókoskakómjólk 1/2 banani, skorinn í bita 1-2 tsk kakónibbur Mér finnst best að setja grautinn minn í sultukrukku og ferðast þannig með hann t.d í vinnuna eða upp á fjöll en að sjálfsögðu er hægt að nota venjulega skál. Hellið haframjölinu í botninn á krukkunni ásamt fræblöndunni, kanilnum og rúsínunum og hrisstið hráefnið saman. Hellið kókoskakómjólkinni saman við og hrisstið og hrærið bönunum saman við. Stráið kakónibbunum ofan á, lokið og kælið í 30-60 mínútur. Ef að þið hafið til dæmis ekki tíma á morgnana er gott að geyma grautinn í kæli yfir nótt en þá mæli ég með því að kakónibburnar séu settar yfir rétt áður en að grauturinn er borðaður.Mangó og hindberjagrautur 60 g tröllahafrar 1 msk Now Triple Omega fræ blanda 1 msk kókosmjöl 20 g frosið mangó 20 g fersk eða frosin hindber 100 ml möndlumjólk 6 dropar hindberjastevía Hellið haframjölinu í botninn á sultukrukku ásamt fræblöndunni og kókosmjölinu og hrisstið. Blandið ávöxtunum saman við og hellið möndlumjólkinni ásamt hindberjastevíunni saman við. Lokið krukkunni og kælið í 30-60 mínútur. Þennan graut er hægt að undirbúa kvöldið áður. Heilsa Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning
Hér koma tvær uppskriftir af bráðhollum morgunverðargrautum sem auðvelt er að skella saman og tilvalið fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.Súkkulaðigrautur 60 g tröllahafrar1 msk Now Triple Omega fræ blanda 1/2 tsk kanill 1 msk rúsínur 100 ml kókoskakómjólk 1/2 banani, skorinn í bita 1-2 tsk kakónibbur Mér finnst best að setja grautinn minn í sultukrukku og ferðast þannig með hann t.d í vinnuna eða upp á fjöll en að sjálfsögðu er hægt að nota venjulega skál. Hellið haframjölinu í botninn á krukkunni ásamt fræblöndunni, kanilnum og rúsínunum og hrisstið hráefnið saman. Hellið kókoskakómjólkinni saman við og hrisstið og hrærið bönunum saman við. Stráið kakónibbunum ofan á, lokið og kælið í 30-60 mínútur. Ef að þið hafið til dæmis ekki tíma á morgnana er gott að geyma grautinn í kæli yfir nótt en þá mæli ég með því að kakónibburnar séu settar yfir rétt áður en að grauturinn er borðaður.Mangó og hindberjagrautur 60 g tröllahafrar 1 msk Now Triple Omega fræ blanda 1 msk kókosmjöl 20 g frosið mangó 20 g fersk eða frosin hindber 100 ml möndlumjólk 6 dropar hindberjastevía Hellið haframjölinu í botninn á sultukrukku ásamt fræblöndunni og kókosmjölinu og hrisstið. Blandið ávöxtunum saman við og hellið möndlumjólkinni ásamt hindberjastevíunni saman við. Lokið krukkunni og kælið í 30-60 mínútur. Þennan graut er hægt að undirbúa kvöldið áður.
Heilsa Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning