Gufubaðsstrætó Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2014 10:38 Bílstjóri strætisvagns í síberísku borginni Krasnoyarsk í Rússlandi hélt að hann væri ægilega sniðugur er hann ók yfir brotna hitavatnsleiðslu til að stöðva gríðarlegt vatnsgos sem stóð tugi metra uppí loftið. Vandinn var hinsvegar sá að hann var með fullan vagn af farþegum og strætisvagninn fylltist á augabragði af funheitri gufu sem brenndi farþegana illa. Margir þeirra fengu þriðja stigs bruna á höndum og fótum og á meðal þeirra börn. Bílstjórinn bjargaði hinsvegar eigin skinni með því að skríða útúr brotinni lúgu vagnsins, en gleymdi áður að opna hurðir vagnsins. Farþegum tókst hinsvegar að opna afturhurð hans og sluppu út úr vagninum, en með þessum slæmu afleiðingum. Sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þar sem þeir flýja vagninn í ofboði, nokkuð illa leiknir. Vagnstjórans býður hinsvegar tveggja ára fangelsisvist fyrir athæfi sitt. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Bílstjóri strætisvagns í síberísku borginni Krasnoyarsk í Rússlandi hélt að hann væri ægilega sniðugur er hann ók yfir brotna hitavatnsleiðslu til að stöðva gríðarlegt vatnsgos sem stóð tugi metra uppí loftið. Vandinn var hinsvegar sá að hann var með fullan vagn af farþegum og strætisvagninn fylltist á augabragði af funheitri gufu sem brenndi farþegana illa. Margir þeirra fengu þriðja stigs bruna á höndum og fótum og á meðal þeirra börn. Bílstjórinn bjargaði hinsvegar eigin skinni með því að skríða útúr brotinni lúgu vagnsins, en gleymdi áður að opna hurðir vagnsins. Farþegum tókst hinsvegar að opna afturhurð hans og sluppu út úr vagninum, en með þessum slæmu afleiðingum. Sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þar sem þeir flýja vagninn í ofboði, nokkuð illa leiknir. Vagnstjórans býður hinsvegar tveggja ára fangelsisvist fyrir athæfi sitt.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent