Oddvitaáskorunin - Nýir tímar kalla á nýtt fólk 30. maí 2014 00:01 Guðrún ásamt meðframbjóðendum sínum í Garðabæ. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Elín Herbertsdóttir er oddviti Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Ég er fædd og alin upp á Álftanesi. Ég gékk í Álftanessskóla, Garðaskóla og Fjölbraut í Garðabæ.Þegar ég var tvítug keypti ég mína fyrstu íbúð í Kópavogi og flutti að heiman. Eftir stutta dvöl í Kópavogi flutti ég í Grafarvoginn en þá fannst mér ég líklega hafa séð nóg af heiminum og ákvað að flytja aftur á nesið eftir 5 ára fjarveru, enda líður mér mjög vel þar.Já og nú er ég orðin Garðbæingur á Álftanesi.Ég er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hef unnið síðastliðin 10 ár í Seðlabanka Íslands. Fyrir þann tíma var starfsferill minn ansi fjölbreyttur en ég hef verið bensíndælingur, innkaupastjóri og hvíslari í leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.Ég hef verið mjög virk í félagsstarfi í gegnum árin en aldrei tekið þátt í pólitík. Ég hef þó alltaf haft sterkar skoðanir og fylgst vel með. Í háskólanámi mínu þá tók ég t.d. alla þá kúrsa sem til voru um alþjóðatengsl og Evrópusambandið. Ég vil kynna mér hlutina svo ég geti tekið upplýstar ákvarðanir. Mér finnst of mikið vera um hagsmunapólitík á Íslandi. Ég get vel skilið fólk sem hefur engan áhuga á pólitík af því þetta hljóti að vera endalaust þras og leiðindi. En ég trúi því að það þurfi nýjan hugsunarhátt og nýtt fólk til að koma af stað breytingum til góðs. Ég er frjálslynd og vil meiri heiðarleika, heilindi og hugrekki í íslensk stjórnmál. Björt framtíð á því vel við mig og ég er þakklát að fá tækifæri til að taka þátt í því að bæta samfélagið okkar.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Svo ótrúlega margir, erfitt að velja einn. Snæfellsnes heillar mig mikið og mér þykir mjög vænt um fjöruna á Álftanesinu. Hundar eða kettir?Hef aldrei átt hund en er mjög hrifin af öllum dýrum. 10 ára gamla kisan mín sefur upp í. Hver er stærsta stundin í lífinu?Að fæðast, verst ég man ekki eftir því. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hakk og spaghetti a la pabbi. Hvernig bíl ekur þú?´99 árgerð af Corollu, besta fjárfestingin mín. Besta minningin?Skemmtilegar samverustundir með ömmu og frænda á Seltjarnarnesinu. Ég sakna þeirra óendanlega mikið. Það var spilað og teflt, við fórum niður í fjöru, út í Gróttu, tókum strætó nr. 3 á Hlemm og skoðuðum náttúrufræðisafnið. Svo las amma úr gömlum ævintýrum fyrir mig á kvöldin. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir umferðalagabrot þegar ég var unglingur. Hverju sérðu mest eftir?Engu, ég er akkúrat hér í dag út af öllu því sem gerst hefur. Draumaferðalagið?Ókeypis heimsreisa. Hefur þú migið í saltan sjó?Ekki á launum. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Mörgum fannst það skrítið þegar ég horfði sem krakki á Stöð 2 , ruglaða, og skildi allt mjög vel því ég gat lesið textann. Hefur þú viðurkennt mistök?Já svo sannarlega, það er nauðsynlegt til að ná þroska í lífinu. Hverju ertu stoltust af?Ég er stoltust af barnaskurðlækninum Guðmundi Bjarnasyni. Ég fæddist með klofinn hrygg en fyrir minn tíma þýddi það að þú fórst í hjólastól með stómapoka. Guðmundur var nýkomin úr námi í Svíþjóð og barðist fyrir því að gera á mér nýmælis aðgerð til að bjarga allri mænunni. Ég er endalaust stolt af honum og þakklát.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Elín Herbertsdóttir er oddviti Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Ég er fædd og alin upp á Álftanesi. Ég gékk í Álftanessskóla, Garðaskóla og Fjölbraut í Garðabæ.Þegar ég var tvítug keypti ég mína fyrstu íbúð í Kópavogi og flutti að heiman. Eftir stutta dvöl í Kópavogi flutti ég í Grafarvoginn en þá fannst mér ég líklega hafa séð nóg af heiminum og ákvað að flytja aftur á nesið eftir 5 ára fjarveru, enda líður mér mjög vel þar.Já og nú er ég orðin Garðbæingur á Álftanesi.Ég er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hef unnið síðastliðin 10 ár í Seðlabanka Íslands. Fyrir þann tíma var starfsferill minn ansi fjölbreyttur en ég hef verið bensíndælingur, innkaupastjóri og hvíslari í leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.Ég hef verið mjög virk í félagsstarfi í gegnum árin en aldrei tekið þátt í pólitík. Ég hef þó alltaf haft sterkar skoðanir og fylgst vel með. Í háskólanámi mínu þá tók ég t.d. alla þá kúrsa sem til voru um alþjóðatengsl og Evrópusambandið. Ég vil kynna mér hlutina svo ég geti tekið upplýstar ákvarðanir. Mér finnst of mikið vera um hagsmunapólitík á Íslandi. Ég get vel skilið fólk sem hefur engan áhuga á pólitík af því þetta hljóti að vera endalaust þras og leiðindi. En ég trúi því að það þurfi nýjan hugsunarhátt og nýtt fólk til að koma af stað breytingum til góðs. Ég er frjálslynd og vil meiri heiðarleika, heilindi og hugrekki í íslensk stjórnmál. Björt framtíð á því vel við mig og ég er þakklát að fá tækifæri til að taka þátt í því að bæta samfélagið okkar.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Svo ótrúlega margir, erfitt að velja einn. Snæfellsnes heillar mig mikið og mér þykir mjög vænt um fjöruna á Álftanesinu. Hundar eða kettir?Hef aldrei átt hund en er mjög hrifin af öllum dýrum. 10 ára gamla kisan mín sefur upp í. Hver er stærsta stundin í lífinu?Að fæðast, verst ég man ekki eftir því. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hakk og spaghetti a la pabbi. Hvernig bíl ekur þú?´99 árgerð af Corollu, besta fjárfestingin mín. Besta minningin?Skemmtilegar samverustundir með ömmu og frænda á Seltjarnarnesinu. Ég sakna þeirra óendanlega mikið. Það var spilað og teflt, við fórum niður í fjöru, út í Gróttu, tókum strætó nr. 3 á Hlemm og skoðuðum náttúrufræðisafnið. Svo las amma úr gömlum ævintýrum fyrir mig á kvöldin. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir umferðalagabrot þegar ég var unglingur. Hverju sérðu mest eftir?Engu, ég er akkúrat hér í dag út af öllu því sem gerst hefur. Draumaferðalagið?Ókeypis heimsreisa. Hefur þú migið í saltan sjó?Ekki á launum. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Mörgum fannst það skrítið þegar ég horfði sem krakki á Stöð 2 , ruglaða, og skildi allt mjög vel því ég gat lesið textann. Hefur þú viðurkennt mistök?Já svo sannarlega, það er nauðsynlegt til að ná þroska í lífinu. Hverju ertu stoltust af?Ég er stoltust af barnaskurðlækninum Guðmundi Bjarnasyni. Ég fæddist með klofinn hrygg en fyrir minn tíma þýddi það að þú fórst í hjólastól með stómapoka. Guðmundur var nýkomin úr námi í Svíþjóð og barðist fyrir því að gera á mér nýmælis aðgerð til að bjarga allri mænunni. Ég er endalaust stolt af honum og þakklát.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25
Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46