Kærir Porsche vegna dauða Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2014 09:46 Frá slysstaðnum þar sem Paul Walker og Roger Rodas létu lífið. Ekkja Roger Rodas, félaga Paul Walker, er ók Porsche bílnum sem hann lést í hefur nú stefnt Porsche vegna þess hversu óöruggur hann er. Paul Walker var leikari í myndunum Fast and the Furious. Bíllinn sem Roger ók var af gerðinni Porsche Carrera GT, en þeir bílar hafa þótt svo ótamin villidýr að farþegum þeirra stafar ógn af. Eru þeir ógnaröflugir en ekki að sama skapi stöðugir á vegi og auðvelt að missa stjórn á þeim. Auk þess eru þeir ekki búnir veltibúri, eru með gallaða fjöðrun og brotalamir eru í öryggismálum vegna eldsneytistanks bílanna. Eru það þessi atriði sem ekkjan byggir málatilbúning sinn á Þessa galla ætlar ekkja Roger Rodas að reyna að nýta sér í lögsókn sinni. Ekki kemur fram í ákærunni hve hárra skaðabóta ekkjan fer fram á frá Porsche. Búast má við langri málsmeðferð og réttarhöldum þar sem svo margir þættir blandast málinu. Porsche til stuðnings í málinu er sú yfirlýsing sem lögreglan gaf eftir slysið, að einungis hraði og ekkert nema hraði hafi valdið slysinu sem dró báða farþegana til dauða. Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent
Ekkja Roger Rodas, félaga Paul Walker, er ók Porsche bílnum sem hann lést í hefur nú stefnt Porsche vegna þess hversu óöruggur hann er. Paul Walker var leikari í myndunum Fast and the Furious. Bíllinn sem Roger ók var af gerðinni Porsche Carrera GT, en þeir bílar hafa þótt svo ótamin villidýr að farþegum þeirra stafar ógn af. Eru þeir ógnaröflugir en ekki að sama skapi stöðugir á vegi og auðvelt að missa stjórn á þeim. Auk þess eru þeir ekki búnir veltibúri, eru með gallaða fjöðrun og brotalamir eru í öryggismálum vegna eldsneytistanks bílanna. Eru það þessi atriði sem ekkjan byggir málatilbúning sinn á Þessa galla ætlar ekkja Roger Rodas að reyna að nýta sér í lögsókn sinni. Ekki kemur fram í ákærunni hve hárra skaðabóta ekkjan fer fram á frá Porsche. Búast má við langri málsmeðferð og réttarhöldum þar sem svo margir þættir blandast málinu. Porsche til stuðnings í málinu er sú yfirlýsing sem lögreglan gaf eftir slysið, að einungis hraði og ekkert nema hraði hafi valdið slysinu sem dró báða farþegana til dauða.
Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent