Formúla 1

Max Chilton á Marussia fljótastur

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Max Chilton hefur ástæðu til að brosa breitt
Max Chilton hefur ástæðu til að brosa breitt Vísir/Getty
Formúlu 1 æfingar standa nú yfir á Spáni. Max Chilton á Marussia kom öllum á óvart og náði besta tíma dagsins á æfingunni í dag.

Besti tími Chilton var 1:26.434, til viðmiðunar var tími hans í tímatökunni á laugardaginn 1:29.586. Lewis Hamilton náði ráspól á föstudaginn á tímanum 1:25.232.

Tími Chilton síðan á laugardaginn skilaði honum í 18. sæti, tími hans í dag hefði sett hann í 4. sæti á ráslínu. Einhverjar framfarir hafa því greinilega verið hjá Marussia.

Formúla 1 er íþrótt þar sem hvert sekúndubrot skiptir máli, því er um gríðarlegar framfarir að ræða. Marussia og Chilton hafa fundið rúmar 3 sekúndur á 3 dögum.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með frekari framföru Marussia og komast að því hvað veldur þessari byltingu í frammistöðu.

Charles Pic, þróunarökumaður Lotus varð annar og Hamilton á Mercedes varð þriðji á æfingunni í dag.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Hvað er að frétta frá Spáni?

Spænski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt áhugaverður. Liðsfélagar glímdu og bílarnir rásuðu mikið um brautina. Mercedes mennirnir skiluðu fullu húsi stiga. Lewis Hamilton vann og Nico Rosberg varð annar.

Hamilton kom fyrstur í mark á Spáni

Eftir spennandi keppni hafði Lewis Hamilton betur gegn liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg sem reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.

Lewis Hamilton á ráspól á Spáni

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn fór fram á Barcelona brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.

Tilraunir til að auka hávaða á Spáni

Formúla 1 stefnir á meiri hávaða frá og með kanadíska kappakstrinum. Ýmsar aðferðir til þess verða prófaðar á æfingum eftir spænska kappaksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×