Stórstjarna í UFC æfir með Gunnari fyrir bardagann í Dublin Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. maí 2014 17:00 Conor McGregor er einn umtalaðasti bardagamaður UFC í dag. Vísir/Getty Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. Í júní verða sannkallaðar ofuræfingabúðir í Mjölni þar sem reyndir bardagamenn frá Englandi og Írlandi munu æfa með Gunnari og keppnisliði Mjölnis. Skipulagðar æfingar verða sex daga vikunnar í júní en Mjölnir sér um að flytja liðið inn og útvegar þeim gistingu. Margir af þessum bardagamönnum hafa áður dvalið hér á landi við æfingar. John Kavanagh er yfirþjálfari Gunnars og mun sjá um æfingarnar ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni og Árna Ísakssyni. UFC-stjarnan Conor McGregor berst í aðalbardaga kvöldsins í Dublin gegn Cole Miller en þetta verður í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands til að æfa. McGregor er gríðarlega fær sparkboxari og er mikið milli tannanna á fólki, bæði vegna hæfileika hans og vegna kjaftbrúks í fjölmiðlum. Hann mun einnig halda námskeið í Mjölni á meðan á dvöl hans stendur.Cathal Pendred og Chris Fields eru báðir keppendur í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem 16 keppendur keppa um samning við UFC. Þættirnir eru nú í sýningum í Bandaríkjunum en reiknað er með að þeir fái pláss á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Pendred, Fields, Philip Mulpeter, James Gallagher og Peter Queally æfa allir undir John Kavanagh hjá SBG í Írlandi og munu dvelja hér við æfingar í júní. Síðast en ekki síst kemur Karl Tanswell en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur Gunnar dvalið við æfingar hjá honum í Manchester áður. Hópurinn kemur til með að æfa í nýju búri Mjölnis en búrið er að sömu stærð og keppnisbúrið í UFC.Vísir og MMA Fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30 Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. Í júní verða sannkallaðar ofuræfingabúðir í Mjölni þar sem reyndir bardagamenn frá Englandi og Írlandi munu æfa með Gunnari og keppnisliði Mjölnis. Skipulagðar æfingar verða sex daga vikunnar í júní en Mjölnir sér um að flytja liðið inn og útvegar þeim gistingu. Margir af þessum bardagamönnum hafa áður dvalið hér á landi við æfingar. John Kavanagh er yfirþjálfari Gunnars og mun sjá um æfingarnar ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni og Árna Ísakssyni. UFC-stjarnan Conor McGregor berst í aðalbardaga kvöldsins í Dublin gegn Cole Miller en þetta verður í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands til að æfa. McGregor er gríðarlega fær sparkboxari og er mikið milli tannanna á fólki, bæði vegna hæfileika hans og vegna kjaftbrúks í fjölmiðlum. Hann mun einnig halda námskeið í Mjölni á meðan á dvöl hans stendur.Cathal Pendred og Chris Fields eru báðir keppendur í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem 16 keppendur keppa um samning við UFC. Þættirnir eru nú í sýningum í Bandaríkjunum en reiknað er með að þeir fái pláss á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Pendred, Fields, Philip Mulpeter, James Gallagher og Peter Queally æfa allir undir John Kavanagh hjá SBG í Írlandi og munu dvelja hér við æfingar í júní. Síðast en ekki síst kemur Karl Tanswell en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur Gunnar dvalið við æfingar hjá honum í Manchester áður. Hópurinn kemur til með að æfa í nýju búri Mjölnis en búrið er að sömu stærð og keppnisbúrið í UFC.Vísir og MMA Fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30 Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30
Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45
Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15
Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00