102 ára á 320 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2014 08:45 Edith Pittenger og Mario Andretti eftir bíltúrinn. Það eru ekki allar 102 ára konur sem hafa setið í bíl á 320 km hraða, hvað þá með hinn goðsagnarkennda keppnisökumann Mario Andretti við stýrið. Það gerði þó Edith Pittenger um daginn á Indianapolis Motor Speedway og óku þau tveggja sæta IndyCar kappakstursbíl. Andretti náði 320 km hraða í bíltúrnum með þá gömlu og var hún algjörlega í skýjunum með ökuferðina og vildi strax fara annan hring. Þessi atburður var einn af mörgum skemmtilegum á Memorial day Weekend hátíð sem haldin var í Indianapolis fyrir stuttu. Fyrir 6 árum fékk Edith Pittenger líka að aka um brautina með Arie Luyendyk við stýrið, en það var jólagjöf til hennar er hún hélt uppá 96 ára afmæli sitt. Það var þá met í aldri á brautinni, en nú hefur hún semsagt bætt það um 6 ár.Gamlingjarnir á fullu í brautinni. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent
Það eru ekki allar 102 ára konur sem hafa setið í bíl á 320 km hraða, hvað þá með hinn goðsagnarkennda keppnisökumann Mario Andretti við stýrið. Það gerði þó Edith Pittenger um daginn á Indianapolis Motor Speedway og óku þau tveggja sæta IndyCar kappakstursbíl. Andretti náði 320 km hraða í bíltúrnum með þá gömlu og var hún algjörlega í skýjunum með ökuferðina og vildi strax fara annan hring. Þessi atburður var einn af mörgum skemmtilegum á Memorial day Weekend hátíð sem haldin var í Indianapolis fyrir stuttu. Fyrir 6 árum fékk Edith Pittenger líka að aka um brautina með Arie Luyendyk við stýrið, en það var jólagjöf til hennar er hún hélt uppá 96 ára afmæli sitt. Það var þá met í aldri á brautinni, en nú hefur hún semsagt bætt það um 6 ár.Gamlingjarnir á fullu í brautinni.
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent