Íslenski boltinn

Fylkir lagði ÍA á Skaganum í nýliðaslag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fylkir byrjar á sigri.
Fylkir byrjar á sigri. Vísir/Stefán
Fylkir vann ÍA, 1-0, í nýliðaslagnum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á Akranesi í kvöld en með leiknum lauk fyrstu umferð deildarinar.

Carys Hawkins skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu þegar hún skallaði hornspyrnu Rut Kristjánsdóttur í netið.

Skömmu áður fékk ÍA dauðafæri til að komast yfir en Maren Leósdóttir skaut þá í stöng og Ingunn Dögg Eiríksdóttir fylgdi á eftir en tókst ekki að skora.

Fátt markvert gerðist í seinni fyrir utan það að HermannHreiðarsson, eiginmaður Rögnu Lóu Stefándóttur, þjálfara Fylkis, fékk tiltal frá dómara leiksins en hann var í liðsstjórn Fylkisliðsins.

Árbæingar byrja á sigri og eru með þrjú stig líkt og FH, Breiðablik og Selfoss en Skagakonur eru án stiga eftir fyrstu umferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×