Viðskipti erlent

Ætla að skera upp landbúnaðarkerfið

Kristján Már Unnarsson skrifar
Norskir bændur mættu á skítadreifurum við þinghúsið í Osló og úðuðu mjólk yfir götur í víðtækum mótmælum um allan Noreg gegn áformum ríkisstjórnar landsins að skera upp landbúnaðarkerfið, en því svipar mjög til þess íslenska.

Bændasamtök Noregs slitu í gær viðræðum við ríkisstjórnina um nýjan búvörusamning og í framhaldinu óku bændur á traktorum inn í borgir og bæi landsins. Þeir óku skítadreifara að Stórþinginu í Osló, sem þeir sögðu táknrænt fyrir álit sitt á ríkisstjórninni, en létu það þó vera að sinni að setja úðarann í gang. Þeir vökvuðu hins vegar götur með mjólk og tepptu umferð en mótmælin fóru fram samtímis um allan Noreg. Þau héldu síðan áfram í dag.

Norskir bændur segja áform ríkisstjórnarinnar árás á dreifbýlið og litlu fjölskyldubúin.Mynd/TV-2, Noregi
Norski landbúnaðurinn nýtur mikils ríkisstuðnings, eins og sá íslenski, og þar er einnig tekist á um það að hve miklu leyti eigi að verja innlenda matvælaframleiðslu og dreifbýlið. Norsku bændasamtökin segja áform ríkisstjórnarinnar alvarlega árás á landbúnaðinn í héruðum landsins og sérstaklega á litlu fjölskyldubúin sem beri uppi matvælaframleiðsluna. Stærstu búin í bestu landbúnaðarhéruðunum næst þéttbýlinu muni hins vegar eflast, breytingarnar muni því hafa víðtæk áhrif á byggðamunstur í Noregi, og það segjast bændur aldrei geta sætt sig við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×