Stiklað á stóru úr sögu Pixies Orri Freyr Rúnarsson skrifar 15. maí 2014 11:52 The Pixies ásamt Kim Deal þegar allt lék í lyndi. Upphaf PixiesHljómsveitina Pixies ætti í raun hvert mannsbarn að þekkja og grein sem þessi því algjörlega óþörf. Hér er engu að síður ætlunin að stikla á stóru úr ferli sveitarinnar sem nær allt aftur til ársins 1986. Pixies var stofnuð árið 1986 í Boston af þeim Black Francis og Joey Santiago og stuttu seinna gekk Kim Deal til liðs við piltana en hún svaraði þá auglýsingu sem Francis setti í blöð þar sem hann auglýsti eftir kvenkyns bassaleikara sem hafði gaman af bæði þjóðlagahljómsveitinni Peter, Paul & Mary sem og Husker Du. Kim Deal mætti þó bassalaus í prufur enda átti hún ekki slíkan grip og hafði í raun aldrei áður spilað á bassa. En henni þótti lögin sem Francis hafði samið góð og því var gengið frá því á staðnum að hún myndi ganga til liðs við hljómsveitina. Það var svo í gegnum Deal sem að trommarinn Dave Lovering varð einnig hluti að sveitinni sem fékk nafnið Pixies eftir að Santiago hafði valið orðið nánast af handahófi úr orðabók. Pixies hófu að æfa af miklum móð og fengu tækifæri til að hita upp fyrir hljómsveitina Throwing Muses, sem á þessum tíma var að skapa sér gott nafn í neðanjarðarsenunni. Góður rómur var gerður af framkomu Pixies á tónleikum og eftir að hljómsveitin hafði fengið $1000 lán frá pabba Francis hélt sveitin í hljóðver og tók upp 17 lög til að gefa út demó. Demó upptökur sveitarinnar rötuðu svo í hendurnar á starfsmanni 4AD útgáfufyrirtækisins sem í upphafi ætlaði ekki að semja við hljómsveitina en á endanum sannfærði kærasta hans um að best væri að semja við þessa hljómsveit. Eftir að útgáfusamningurinn var í höfn voru átta lög af demó upptökunum valin til að vera á plötunni Come on Pilgrim sem er fyrsta alvöru útgáfa Pixies. En Come On Pilgrim kom út í Bretlandi árið 1987 og komst inn á svokallaðan Indie vinsældarlista en það dugði þó hljómsveitinni ekki til að koma plötunni í almennilega dreifingu í Bandaríkjunum. Fyrstu plöturnarFrank Black er forsprakki sveitarinnar.vísir/getty Þrátt fyrir að ekki sé hægt að segja að Pixies hafi slegið í gegn með fyrstu plötu sinni, enda var það nú aldrei ætlunin, og áður en að Come on Pilgrim kom út hafði yfirmaður 4AD útgáfufyrirtækisins hvatt hljómsveitin til að fara í hljóðver og taka upp nýtt efni fyrir breiðskífu. Ákveðið var að hafa samband við Steve Albini til að pródusera plötuna og aðeins nokkrum vikum eftir að Come On Pilgrim kom út samþykkti hann að fara í hljóðver með Pixies. Hljómsveitin fékk $10.000 til að taka upp þessa fyrstu breiðskífu sína og þar af fékk Steve Albini $1500 en eins og frægt er hafnaði hann öllum stefgjöldum í framhaldinu líkt og hann gerir alltaf. Upptökur hófust í desember 1987 og tók tíu daga að taka upp allt sem þurfti fyrir plötuna. Platan Surfer Rosa kom svo út þann 21.mars árið 1988 í Bretlandi en fyrstu mánuðina var platan nær ófáanleg í Bandaríkjunum. En platan kom svo loksins út í Bandaríkjunum í ágúst sama ár og varð þá Come On Pilgrim einnig gerð aðgengileg þar í landi. Sölulega séð gerði platan enga stórkostlega hluti fyrst um sinn en sat þó í um 60 vikur á indie sölulistanum í Bretlandi. Yfirmenn 4AD útgáfufyrirtækisins voru þó nokkuð sáttir enda vakti platan mikla athygli í ákveðnum hópum og blöðin NME og Melody Maker kepptust við að lofsama bæði Surfer Rosa sem og Pixies. Eftir útgáfu Surfer Rosa var Pixies boðið í tónleikaferð um Evrópu ásamt hljómsveitinni Throwing Muses en báðar hljómsveitir voru í miklum metum hjá tónlistaráhugafólki í álfunni. Á þessu ferðalagi ákvað Black Francis að nýta tímann og reyna að semja nýtt efni og hann hélt því áfram þegar að hljómsveitni ferðaðist um N-Ameríku. Upptökur hófust svo í lok október árið 1988 í Boston. Að þessu sinni fékk hljómsveitin $40.000 til að eyða í hljóðverinu og voru laun upptökustjórans ekki innifalinn í þessari upphæð og var því um ansi ríflega hækkun að ræða frá Surfer Rosa. Upptökum var lokið innan þriggja vikna og hafði þá hljómsveitin nánast tekið upp eitt nýtt lag á hverjum degi. Doolittle skekur heimsbyggðinaPlötuumslag DoolittleUm það leyti sem hljómsveitin var að hefja upptökur á Doolittle plötunni var haft samband við sveitina frá Elektra útgáfufyrirtækinu en þar á bæ höfðu menn mikinn áhuga á að fá Pixies til liðs við sig. En á þessum tíma var hljómsveitin samningsbundinn 4AD sem var lítið breskt útgáfufyrirtæki og hafði litla burði til að semja um almennilega dreifingu á heimsvísu. Þreyfingar á milli fyrirtækjanna hófust í lok árs 1988 en það var ekki nema tveimur vikum áður en að Doolittle kom út sem samningar náðust og Pixies því orðin samningsbundin Elektra. Á þeirra vegum kom því platan Doolittle út þann 17.apríl árið 1989 og er óhætt að segja að mun meira hafi farið fyrir þessari útgáfu enda hljómsveitin komið með stórt fyrirtæki á bakvið sig sem gat lagt pening í kynningarstarfsemi og pressað á útvarpsstöðvar að setja lög með sveitinni í spilun. Þrátt fyrir þessa tilburði fór afar lítið fyrir plötunni þegar að hún kom út í Bandaríkjunum og náði hún einungis 171 sæti á Billboard listanum eftir sína fyrstu viku í sölu. En sökum vinsælda lagsins Monkey Gone To Heaven hóf platan að klífa upp sölulista og komst í 98 sæti í Bandaríkjunum og sat á Topp 100 listanum í tvær vikur. Aðra sögu var hinsvegar að segja í Bretlandi en þar hafði hljómsveitin þegar skapað sér nafn í gegnum tónlistartímarit og fór Doolittle beint í 8.sæti á breska listanum öllum að óvörum. Platan hlaut víðast hvar frábæra dóma og komst hún á fjölmarga lista yfir bestu plötur ársins. Brestirnir byrjaNME Eftir að upptökum á Doolittle var lokið varð þó ljóst að ekki var allt með felldu innan hljómsveitarinnar og var samband Black Francis og Kim Deal sérlega slæmt og tókst þeim ekki að fela það fyrir aðdáendum sínum. Í tónleikum sveitarinnar í Stuttgart henti Francis m.a. gítar í átt að Deal og stuttu síðar neitaði Deal að fara á svið í Frankfurt og varð það næstum til þess að henni yrði vísað úr hljómsveitinni. Að sögn Joey Santiago var upphaf margra rifrilda að Kim Deal hafði áhuga á að taka meiri þátt í lagsmíðum sveitarinnar og bað um að hennar eigin lög kæmust á plötunnar en því tók hinn stjórnsami Francis afar illa. Pixies náðu þó að klára að fylgja Doolittle eftir en þegar að síðustu tónleikunum var lokið tók hljómsveitin sér smá hlé og héldu meðlimir í sitthvora áttina og nýtti Kim Deal þá m.a. tækifærið til að stofna hljómsveitina The Breeders. Í upphafi árs 1990 sameinuðust allir meðlimir Pixies aftur í Los Angeles til að vinna að næstu plötu en þegar þarna var komið við sögu var öllum orðið ljóst að Pixies var fyrst og fremst hljómsveitin hans Black Francis og var hann sá eini sem kom að tónsmíðum og textagerð fyrir plötuna. Upptökuferlið var líka orðið annað en meðlimir Pixies þekktu. Vanalega hafði hljómsveitin æft upp gríðarmikið efni og tekið upp demó en að þessu sinni fór hljómsveitin nær algjörlega óundirbúin í hljóðverið og voru textarnir oft ekki tilbúnir 5 mín áður en að upptökur hófust. Platan Bossanova kom svo út í ágúst árið 1990 og fór platan í 70.sæti á Billboard listanum í Bandaríkjunum en hún náði hinsvegar 3.sæti í Bretlandi. Gagnrýnendur voru almennt nokkuð hrifnir af plötunni en hún náði þó ekki að fanga sama andrúmsloft og fyrri plötur Pixies. Fjórða breiðskífa Pixies leit svo dagsins ljós í september 1991 og svipaði henni nokkuð til fyrstu verka hljómsveitarinnar en margir gagnrýnendur töluðu þó um plötuna sem hálfgerða sólóplötu frá Black Francis. Í kjölfar útgáfu Trompe Le Monde hélt hljómsveitin af stað í stóra tónleikaferð og hitaði hún m.a. upp fyrir U2 um tíma, en það þótti meðlimum Pixies afar óþægilegt. Spennan innan hljómsveitarinnar hélt áfram að byggjast upp og þegar að tónleikaferðinni lauk árið 1992 héldu meðlimir aftur í sitthvora áttina og ekkert heyrðist frá hljómsveitinni um tíma. Pixies hættirMTV Í upphafi árs 1993 mætti Black Francis í útvarpsviðtal hjá BBC og tilkynnti þar að hljómsveitin Pixies væri hætt án þess að gefa neinar skýringar á þeirri ákvörðun. En þarna hafði hann ekki tilkynnt öðrum meðlimum sveitarinnar þessa ákvörðun sína. Stuttu síðar hringdi hann þó í Santiago en lét duga að senda Lovering og Deal fax þess efnis að hljómsveitin væri hætt. Meðlimir Pixies fóru því að einbeita sér að öðrum verkefnum næstu árin. Svo liðu heil 11 ár og alltaf var hávær orðrómus þess efnis að hljómsveitin myndi koma aftur saman og margir töldu það afar rökrétt enda hafði hljómsveitin vaxið í vinsældum með tímanum og má nefna sem dæmi að platan Doolittle var enn að seljast í u.þ.b. 1000 eintökum á viku þrátt fyrir að 10 ár voru liðin frá því að hljómsveitin lagði upp laupana. Orðrómur um endurkomu Pixies fékk svo byr undir báða vængi þegar að Francis hóf að spila sífellt meira af gömlum Pixies lögum á sóló tónleikum sínum. EndurkomanKim ShattuckAFP/NordicPhotos Árið 2003 fóru allir meðlimir Pixies að ræða málin aftur og ákváðu að prufa nokkrar hljómsveitaræfingar og í kjölfar þeirra var ákveðið að blása til endurkomu. Í febrúar 2004 var svo tilkynnt um endurkomu sveitarinnar með stóru tónleikaferðalagi þar sem eitt stoppið var m.a. Hafnarfjörður þar sem að Pixies kom fram á tvennum tónleikum í Kaplakrika. En talið er að fyrsta tónleikaferðalagið hafi aflað um $14 milljónum. Á næstu árum kom hljómsveitin af og til fram á tónleikum án þess þó að nýtt efni liti dagsins ljós ef frá er talið lagið Bam Thwok sem kom út árið 2004. Í júní á síðasta ári birtist svo tilkynning á Twitter síðu Pixies að bassaleikarinn Kim Deal hefði sagt skilið við hljómsveitina. Tveimur vikum síðar sendi hljómsveitin svo frá sér lagið Bagboy og bauðst aðdáendum að niðurhala laginu af heimasíðu Pixies. Aðrir meðlimir Pixies tóku ekki langan tíma í að finna arftaka Kim Deal en 1.júlí tilkynntu þeir að Kim Shattuck væri nýr bassaleikari þeirra en það entist þó ekki lengi því þann 29.nóvember kom tilkynning þess efnis að Shattuck hefði verið rekin úr hljómsveitinni og seinna meir hefur verið greint frá því að ástæðan hafi verið sú að persónuleiki hennar hafi ekki hentað hljómsveitinni. Í millitíðinni sendu Pixies hinsvegar frá sér þröngskífu sem fékk nafnið EP1 og skömmu síðar fylgdi önnur breiðskífa sem kallaðist EP2 og að lokum kom EP3 út. Þann 28.apríl kom svo fyrsta breiðskífa Pixies í heil 23 ár út en það var platan Indie Cindy sem er samansafn allra þriggja þröngskífanna. Plötunni Indie Cindy hefur verið afar vel tekið af bæði aðdáendum sem og gagnrýnendum og hefur titillag plötunnar ásamt lögunum Another Toe in the Ocean og Greens & Blues notið mikilla vinsælda á X977 að undanförnu. Ljóst er að Íslendingar eiga von á afar góðu miðvikudaginn 11.júní næstkomandi þegar að Pixies stígur á svið í Laugardalshöllinni enda ein sögufrægasta og áhrifamesta hljómsveit síðustu 30 ára. Ef Pixies hefði ekki notið við er ljóst að tónlistarlandslagið í dag væri allt öðruvísi. Hljómsveitir og listamenn á borð við David Bowie, Radiohead, Nirvana, The Strokes, Weezer og fleiri hafa talað um að vera undir miklum áhrifum frá Pixies í sinni tónlistarsköpun. En þegar rætt er um áhrif Pixies er varla hægt að sleppa því að minnast á Kurt Cobain og hljómsveit hans Nirvana. Cobain hélt því margoft fram að lagið Smells Like Teen Spirit væri ekkert annað en tilraun hans til að semja Pixies lag. Hann sagði einnig að Surfer Rosa væri hans uppáhalds plata og var það helsta ástæða þess að hann fékk Steve Albini til að pródúsera In Utero plötuna. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon Jack Live tónleikar á Húrra í kvöld Harmageddon Gene Simmons segir rokkið dautt Harmageddon Píratar bjóða fram í Reykjavík Harmageddon Kontinuum á toppi Pepsi Max lista X977 Harmageddon Linkin Park leika Hybrid Theory í heild sinni Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Heill tugur mætti til makrílveislu Harmageddon Mynd sem á eftir að vekja athygli og umræður Harmageddon „Ef þú hefur ekki stjórn á sjálfum þér þá getur þú ekki stjórnað stórum vinnustað“ Harmageddon
Upphaf PixiesHljómsveitina Pixies ætti í raun hvert mannsbarn að þekkja og grein sem þessi því algjörlega óþörf. Hér er engu að síður ætlunin að stikla á stóru úr ferli sveitarinnar sem nær allt aftur til ársins 1986. Pixies var stofnuð árið 1986 í Boston af þeim Black Francis og Joey Santiago og stuttu seinna gekk Kim Deal til liðs við piltana en hún svaraði þá auglýsingu sem Francis setti í blöð þar sem hann auglýsti eftir kvenkyns bassaleikara sem hafði gaman af bæði þjóðlagahljómsveitinni Peter, Paul & Mary sem og Husker Du. Kim Deal mætti þó bassalaus í prufur enda átti hún ekki slíkan grip og hafði í raun aldrei áður spilað á bassa. En henni þótti lögin sem Francis hafði samið góð og því var gengið frá því á staðnum að hún myndi ganga til liðs við hljómsveitina. Það var svo í gegnum Deal sem að trommarinn Dave Lovering varð einnig hluti að sveitinni sem fékk nafnið Pixies eftir að Santiago hafði valið orðið nánast af handahófi úr orðabók. Pixies hófu að æfa af miklum móð og fengu tækifæri til að hita upp fyrir hljómsveitina Throwing Muses, sem á þessum tíma var að skapa sér gott nafn í neðanjarðarsenunni. Góður rómur var gerður af framkomu Pixies á tónleikum og eftir að hljómsveitin hafði fengið $1000 lán frá pabba Francis hélt sveitin í hljóðver og tók upp 17 lög til að gefa út demó. Demó upptökur sveitarinnar rötuðu svo í hendurnar á starfsmanni 4AD útgáfufyrirtækisins sem í upphafi ætlaði ekki að semja við hljómsveitina en á endanum sannfærði kærasta hans um að best væri að semja við þessa hljómsveit. Eftir að útgáfusamningurinn var í höfn voru átta lög af demó upptökunum valin til að vera á plötunni Come on Pilgrim sem er fyrsta alvöru útgáfa Pixies. En Come On Pilgrim kom út í Bretlandi árið 1987 og komst inn á svokallaðan Indie vinsældarlista en það dugði þó hljómsveitinni ekki til að koma plötunni í almennilega dreifingu í Bandaríkjunum. Fyrstu plöturnarFrank Black er forsprakki sveitarinnar.vísir/getty Þrátt fyrir að ekki sé hægt að segja að Pixies hafi slegið í gegn með fyrstu plötu sinni, enda var það nú aldrei ætlunin, og áður en að Come on Pilgrim kom út hafði yfirmaður 4AD útgáfufyrirtækisins hvatt hljómsveitin til að fara í hljóðver og taka upp nýtt efni fyrir breiðskífu. Ákveðið var að hafa samband við Steve Albini til að pródusera plötuna og aðeins nokkrum vikum eftir að Come On Pilgrim kom út samþykkti hann að fara í hljóðver með Pixies. Hljómsveitin fékk $10.000 til að taka upp þessa fyrstu breiðskífu sína og þar af fékk Steve Albini $1500 en eins og frægt er hafnaði hann öllum stefgjöldum í framhaldinu líkt og hann gerir alltaf. Upptökur hófust í desember 1987 og tók tíu daga að taka upp allt sem þurfti fyrir plötuna. Platan Surfer Rosa kom svo út þann 21.mars árið 1988 í Bretlandi en fyrstu mánuðina var platan nær ófáanleg í Bandaríkjunum. En platan kom svo loksins út í Bandaríkjunum í ágúst sama ár og varð þá Come On Pilgrim einnig gerð aðgengileg þar í landi. Sölulega séð gerði platan enga stórkostlega hluti fyrst um sinn en sat þó í um 60 vikur á indie sölulistanum í Bretlandi. Yfirmenn 4AD útgáfufyrirtækisins voru þó nokkuð sáttir enda vakti platan mikla athygli í ákveðnum hópum og blöðin NME og Melody Maker kepptust við að lofsama bæði Surfer Rosa sem og Pixies. Eftir útgáfu Surfer Rosa var Pixies boðið í tónleikaferð um Evrópu ásamt hljómsveitinni Throwing Muses en báðar hljómsveitir voru í miklum metum hjá tónlistaráhugafólki í álfunni. Á þessu ferðalagi ákvað Black Francis að nýta tímann og reyna að semja nýtt efni og hann hélt því áfram þegar að hljómsveitni ferðaðist um N-Ameríku. Upptökur hófust svo í lok október árið 1988 í Boston. Að þessu sinni fékk hljómsveitin $40.000 til að eyða í hljóðverinu og voru laun upptökustjórans ekki innifalinn í þessari upphæð og var því um ansi ríflega hækkun að ræða frá Surfer Rosa. Upptökum var lokið innan þriggja vikna og hafði þá hljómsveitin nánast tekið upp eitt nýtt lag á hverjum degi. Doolittle skekur heimsbyggðinaPlötuumslag DoolittleUm það leyti sem hljómsveitin var að hefja upptökur á Doolittle plötunni var haft samband við sveitina frá Elektra útgáfufyrirtækinu en þar á bæ höfðu menn mikinn áhuga á að fá Pixies til liðs við sig. En á þessum tíma var hljómsveitin samningsbundinn 4AD sem var lítið breskt útgáfufyrirtæki og hafði litla burði til að semja um almennilega dreifingu á heimsvísu. Þreyfingar á milli fyrirtækjanna hófust í lok árs 1988 en það var ekki nema tveimur vikum áður en að Doolittle kom út sem samningar náðust og Pixies því orðin samningsbundin Elektra. Á þeirra vegum kom því platan Doolittle út þann 17.apríl árið 1989 og er óhætt að segja að mun meira hafi farið fyrir þessari útgáfu enda hljómsveitin komið með stórt fyrirtæki á bakvið sig sem gat lagt pening í kynningarstarfsemi og pressað á útvarpsstöðvar að setja lög með sveitinni í spilun. Þrátt fyrir þessa tilburði fór afar lítið fyrir plötunni þegar að hún kom út í Bandaríkjunum og náði hún einungis 171 sæti á Billboard listanum eftir sína fyrstu viku í sölu. En sökum vinsælda lagsins Monkey Gone To Heaven hóf platan að klífa upp sölulista og komst í 98 sæti í Bandaríkjunum og sat á Topp 100 listanum í tvær vikur. Aðra sögu var hinsvegar að segja í Bretlandi en þar hafði hljómsveitin þegar skapað sér nafn í gegnum tónlistartímarit og fór Doolittle beint í 8.sæti á breska listanum öllum að óvörum. Platan hlaut víðast hvar frábæra dóma og komst hún á fjölmarga lista yfir bestu plötur ársins. Brestirnir byrjaNME Eftir að upptökum á Doolittle var lokið varð þó ljóst að ekki var allt með felldu innan hljómsveitarinnar og var samband Black Francis og Kim Deal sérlega slæmt og tókst þeim ekki að fela það fyrir aðdáendum sínum. Í tónleikum sveitarinnar í Stuttgart henti Francis m.a. gítar í átt að Deal og stuttu síðar neitaði Deal að fara á svið í Frankfurt og varð það næstum til þess að henni yrði vísað úr hljómsveitinni. Að sögn Joey Santiago var upphaf margra rifrilda að Kim Deal hafði áhuga á að taka meiri þátt í lagsmíðum sveitarinnar og bað um að hennar eigin lög kæmust á plötunnar en því tók hinn stjórnsami Francis afar illa. Pixies náðu þó að klára að fylgja Doolittle eftir en þegar að síðustu tónleikunum var lokið tók hljómsveitin sér smá hlé og héldu meðlimir í sitthvora áttina og nýtti Kim Deal þá m.a. tækifærið til að stofna hljómsveitina The Breeders. Í upphafi árs 1990 sameinuðust allir meðlimir Pixies aftur í Los Angeles til að vinna að næstu plötu en þegar þarna var komið við sögu var öllum orðið ljóst að Pixies var fyrst og fremst hljómsveitin hans Black Francis og var hann sá eini sem kom að tónsmíðum og textagerð fyrir plötuna. Upptökuferlið var líka orðið annað en meðlimir Pixies þekktu. Vanalega hafði hljómsveitin æft upp gríðarmikið efni og tekið upp demó en að þessu sinni fór hljómsveitin nær algjörlega óundirbúin í hljóðverið og voru textarnir oft ekki tilbúnir 5 mín áður en að upptökur hófust. Platan Bossanova kom svo út í ágúst árið 1990 og fór platan í 70.sæti á Billboard listanum í Bandaríkjunum en hún náði hinsvegar 3.sæti í Bretlandi. Gagnrýnendur voru almennt nokkuð hrifnir af plötunni en hún náði þó ekki að fanga sama andrúmsloft og fyrri plötur Pixies. Fjórða breiðskífa Pixies leit svo dagsins ljós í september 1991 og svipaði henni nokkuð til fyrstu verka hljómsveitarinnar en margir gagnrýnendur töluðu þó um plötuna sem hálfgerða sólóplötu frá Black Francis. Í kjölfar útgáfu Trompe Le Monde hélt hljómsveitin af stað í stóra tónleikaferð og hitaði hún m.a. upp fyrir U2 um tíma, en það þótti meðlimum Pixies afar óþægilegt. Spennan innan hljómsveitarinnar hélt áfram að byggjast upp og þegar að tónleikaferðinni lauk árið 1992 héldu meðlimir aftur í sitthvora áttina og ekkert heyrðist frá hljómsveitinni um tíma. Pixies hættirMTV Í upphafi árs 1993 mætti Black Francis í útvarpsviðtal hjá BBC og tilkynnti þar að hljómsveitin Pixies væri hætt án þess að gefa neinar skýringar á þeirri ákvörðun. En þarna hafði hann ekki tilkynnt öðrum meðlimum sveitarinnar þessa ákvörðun sína. Stuttu síðar hringdi hann þó í Santiago en lét duga að senda Lovering og Deal fax þess efnis að hljómsveitin væri hætt. Meðlimir Pixies fóru því að einbeita sér að öðrum verkefnum næstu árin. Svo liðu heil 11 ár og alltaf var hávær orðrómus þess efnis að hljómsveitin myndi koma aftur saman og margir töldu það afar rökrétt enda hafði hljómsveitin vaxið í vinsældum með tímanum og má nefna sem dæmi að platan Doolittle var enn að seljast í u.þ.b. 1000 eintökum á viku þrátt fyrir að 10 ár voru liðin frá því að hljómsveitin lagði upp laupana. Orðrómur um endurkomu Pixies fékk svo byr undir báða vængi þegar að Francis hóf að spila sífellt meira af gömlum Pixies lögum á sóló tónleikum sínum. EndurkomanKim ShattuckAFP/NordicPhotos Árið 2003 fóru allir meðlimir Pixies að ræða málin aftur og ákváðu að prufa nokkrar hljómsveitaræfingar og í kjölfar þeirra var ákveðið að blása til endurkomu. Í febrúar 2004 var svo tilkynnt um endurkomu sveitarinnar með stóru tónleikaferðalagi þar sem eitt stoppið var m.a. Hafnarfjörður þar sem að Pixies kom fram á tvennum tónleikum í Kaplakrika. En talið er að fyrsta tónleikaferðalagið hafi aflað um $14 milljónum. Á næstu árum kom hljómsveitin af og til fram á tónleikum án þess þó að nýtt efni liti dagsins ljós ef frá er talið lagið Bam Thwok sem kom út árið 2004. Í júní á síðasta ári birtist svo tilkynning á Twitter síðu Pixies að bassaleikarinn Kim Deal hefði sagt skilið við hljómsveitina. Tveimur vikum síðar sendi hljómsveitin svo frá sér lagið Bagboy og bauðst aðdáendum að niðurhala laginu af heimasíðu Pixies. Aðrir meðlimir Pixies tóku ekki langan tíma í að finna arftaka Kim Deal en 1.júlí tilkynntu þeir að Kim Shattuck væri nýr bassaleikari þeirra en það entist þó ekki lengi því þann 29.nóvember kom tilkynning þess efnis að Shattuck hefði verið rekin úr hljómsveitinni og seinna meir hefur verið greint frá því að ástæðan hafi verið sú að persónuleiki hennar hafi ekki hentað hljómsveitinni. Í millitíðinni sendu Pixies hinsvegar frá sér þröngskífu sem fékk nafnið EP1 og skömmu síðar fylgdi önnur breiðskífa sem kallaðist EP2 og að lokum kom EP3 út. Þann 28.apríl kom svo fyrsta breiðskífa Pixies í heil 23 ár út en það var platan Indie Cindy sem er samansafn allra þriggja þröngskífanna. Plötunni Indie Cindy hefur verið afar vel tekið af bæði aðdáendum sem og gagnrýnendum og hefur titillag plötunnar ásamt lögunum Another Toe in the Ocean og Greens & Blues notið mikilla vinsælda á X977 að undanförnu. Ljóst er að Íslendingar eiga von á afar góðu miðvikudaginn 11.júní næstkomandi þegar að Pixies stígur á svið í Laugardalshöllinni enda ein sögufrægasta og áhrifamesta hljómsveit síðustu 30 ára. Ef Pixies hefði ekki notið við er ljóst að tónlistarlandslagið í dag væri allt öðruvísi. Hljómsveitir og listamenn á borð við David Bowie, Radiohead, Nirvana, The Strokes, Weezer og fleiri hafa talað um að vera undir miklum áhrifum frá Pixies í sinni tónlistarsköpun. En þegar rætt er um áhrif Pixies er varla hægt að sleppa því að minnast á Kurt Cobain og hljómsveit hans Nirvana. Cobain hélt því margoft fram að lagið Smells Like Teen Spirit væri ekkert annað en tilraun hans til að semja Pixies lag. Hann sagði einnig að Surfer Rosa væri hans uppáhalds plata og var það helsta ástæða þess að hann fékk Steve Albini til að pródúsera In Utero plötuna.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon Jack Live tónleikar á Húrra í kvöld Harmageddon Gene Simmons segir rokkið dautt Harmageddon Píratar bjóða fram í Reykjavík Harmageddon Kontinuum á toppi Pepsi Max lista X977 Harmageddon Linkin Park leika Hybrid Theory í heild sinni Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Heill tugur mætti til makrílveislu Harmageddon Mynd sem á eftir að vekja athygli og umræður Harmageddon „Ef þú hefur ekki stjórn á sjálfum þér þá getur þú ekki stjórnað stórum vinnustað“ Harmageddon