Viðskipti erlent

Kínverjar líta til Afríku vegna hækkandi launakostnaðar í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Verkamenn í Kína eru afkastameiri en verkamenn í Afríku samkvæmt Alþjóðabankanum.
Verkamenn í Kína eru afkastameiri en verkamenn í Afríku samkvæmt Alþjóðabankanum. Vísir/AFP
Verksmiðjum kínverskra fyrirtækja hefur fjölgað í Afríku, þar sem laun eru lægri en framleiðni einnig. Áður hafa kínversk fyrirtæki flutt þúsundir Kínverja til Afríku, en nú ráða þau innfædda í meira mæli en áður.

Ómenntaður verksmiðjustarfsmaður er að meðaltalið með fjórðungi lægri laun en sambærilegur kínverskur starfsmaður, samkvæmt greininni, og á næstu árum gæti Kína misst 85 milljónir verksmiðjustarfa.

Frá þessu er sagt á vefnum Marketwatch.com.

Í nýlegri verksmiðju Hisense í Suður-Afríku þar sem framleidd eru móðurborð í sjónvarpstæki, hafa afrískir starfsmenn unnið í innan við ár. Á þeim tíma hafa átta starfsmenn náð að jafna framleiðslu í verksmiðju í Kína. Gallinn er sá að í Kína vinna fjórir starfsmenn sama starf sem átta gera í Afríku. Alþjóðabankinn áætlar að kínverskur starfskraftur sem vinni við að sauma skyrtur, sem dæmi, framleiði tvisvar sinnum fleiri skyrtur en afrískur starfskraftur.

Nýjar verksmiðjur kínverskra fyrirtækja rísa nú víða um Afríku, en þó hafa Kínverjar verið gagnrýndir fyrir mannauðsstefnur í Afríku.

Tæplega helmingur svarenda könnunar sögðust hafa neikvæða mynd af mannauðsstefnum Kínverja. Í Eþíópíu kvörtuðu vegavinnumenn yfir því að kínverskir yfirmenn þeirra styttur skóflurnar sem þeir notuðu. Það var gert svo ekki væri hægt að nota skófluna til að halla sér og spjalla.

Embættismenn í Kína hafa áhyggjur af gagnrýni sem beinst hefur að landinu fyrir framferði í Afríku. Kína hefur verið kallað nýja nýlenduríki Afríku. Því hafa forsvarsmenn fyrirtækja verið beðnir um að sýna sínar betri hliðar í heimsálfunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×