Formúla 1

Rosberg þarf betri ræsingar

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rosberg er ákveðinn í að veita Hamilton harða keppni.
Rosberg er ákveðinn í að veita Hamilton harða keppni. Vísir/Getty
Nico Rosberg ætlar sér að stöðva sigurgöngu liðsfélaga síns hjá Mercedes, Lewis Hamilton í Mónakókappakstrinum næstu helgi. Rosberg segir að betri ræsingar séu lykilatriði ef það á að gerast.

Brautin í Mónakó er þröng og lítið um tækifæri til framúraksturs, því er ræsingin einkar mikilvæg þar.

Fyrir utan ræsinguna telur Rosberg að hann þurfi líka að vinna í betri hemlun ef hann ætlar sér að vinna aftur í ár.

Rosberg vann keppnina í fyrra en Hamilton vann keppnina 2008. Mercedes tvíeykið hefur því góða reynslu af Mónakókappakstrinum.

„Ég átti góðan dag á æfingum í Barcelona þar sem við náðum góðum framförum hvað varðar hemlun og ræsingar: tvö atriði sem mér finnst vera að kosta mig mikið í augnablikinu. Vonandi gefur það mér aukna möguleika næstu helgi. Það ætti að vera spennandi helgi og ég get ekki beðið eftir að hún byrji,“ sagði Rosberg.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Hvað er að frétta frá Spáni?

Spænski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt áhugaverður. Liðsfélagar glímdu og bílarnir rásuðu mikið um brautina. Mercedes mennirnir skiluðu fullu húsi stiga. Lewis Hamilton vann og Nico Rosberg varð annar.

Hamilton kom fyrstur í mark á Spáni

Eftir spennandi keppni hafði Lewis Hamilton betur gegn liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg sem reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.

Hamilton verður nær ósigrandi

Fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton eigi bara eftir að bæta við forskotið í heimsmeistarakeppni ökuþóra.

Rosberg: Lúðra púströrið virkar ekki

Nico Rosberg, ökumaður Formúlu 1 liðs Mercedes segir að það þurfi að endurhugsa tilraunir til að auka hávaða. Mercedes reyndi í dag að setja púströr á bílinn sem lítur út eins lúður.

Lewis Hamilton á ráspól á Spáni

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn fór fram á Barcelona brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×