Hestasportin áfram á Stöð 2 Sport í sumar 2. maí 2014 10:30 Freyr Einarsson sjónvarpsstjóri 365 miðla og Hjörtur Bergstað formaður Fáks gengu frá samkomulagi um samstarf á sjónvarpsútsendingum frá hestasportviðburðum í Víðidal. Stöð 2 Sport hefur frá áramótum boðið upp á vikulega hestasportþætti og beinar útsendingar frá hestaíþróttamótum. Meistaradeildin í hestaíþróttum var í beinni útsendingu, sýndir voru þættir frá KS deildinni auk þess sem töluverð dagskrárgerð hefur verið í boði tengd hestum og hestaíþróttum. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og áhugafólk um hestaíþróttir hefur verið ánægt með að geta fylgst með sportinu í sjónvarpinu heima í stofu. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík og 365 miðlar hafa nú gert með sér samkomulag um beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá hestaíþróttamótum sem eiga sér stað á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Fyrsta beina útsendingin verður strax í næstu viku frá Reykjavíkurmóti Fáks sem hefst miðvikudaginn 7. maí og lýkur sunnudaginn 11.maí. Reykjavíkurmótið er fjömennasta hestaíþróttamót landsins þar sem um 500 keppendur eru skráðir til leiks í barna- og fullorðinshópum. Stöð 2 Sport mun sýna í beinni útsendingu daglega frá keppni í Meistaraflokki á Reykjavíkurmótinu. Stöð 2 Sport mun auk þess vera með beinar útsendingar í sumar frá Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fer í Víðidal í Reykjavík 23. júlí – 27. júlí. Íslandsmótið nú verður óvenjulegt að því leiti að í stað þess að vera tvö mót eins og síðustu áratugi verður Íslandsmótið nú eitt stórt og veglegt mót. Búast má við miklum fjölda keppanda í ár enda Íslandsmótið einn af hápunktum ársins í hestaíþróttum. Auk þess hafa Fákur og 365 miðlar ákveðið að hefja samstarf um kappreiðar sem sýndar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áætlað er að skipuleggja tvö kappreiðamót í sumar þar sem bæði verður keppt í stökki og skeiði. Fyrsta mótið fer fram í Víðidal í júlí og síðara mótið í ágúst. Nákvæmar dagsetningar og fyrirkomulag verður tilkynnt síðar. Stöð 2 Sport mun áfram verða með reglulega þætti um hestaíþróttir sem Telma Tómasson hefur umsjón með auk útsendinga frá hestaíþróttamótum. Hestar Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur frá áramótum boðið upp á vikulega hestasportþætti og beinar útsendingar frá hestaíþróttamótum. Meistaradeildin í hestaíþróttum var í beinni útsendingu, sýndir voru þættir frá KS deildinni auk þess sem töluverð dagskrárgerð hefur verið í boði tengd hestum og hestaíþróttum. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og áhugafólk um hestaíþróttir hefur verið ánægt með að geta fylgst með sportinu í sjónvarpinu heima í stofu. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík og 365 miðlar hafa nú gert með sér samkomulag um beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá hestaíþróttamótum sem eiga sér stað á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Fyrsta beina útsendingin verður strax í næstu viku frá Reykjavíkurmóti Fáks sem hefst miðvikudaginn 7. maí og lýkur sunnudaginn 11.maí. Reykjavíkurmótið er fjömennasta hestaíþróttamót landsins þar sem um 500 keppendur eru skráðir til leiks í barna- og fullorðinshópum. Stöð 2 Sport mun sýna í beinni útsendingu daglega frá keppni í Meistaraflokki á Reykjavíkurmótinu. Stöð 2 Sport mun auk þess vera með beinar útsendingar í sumar frá Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fer í Víðidal í Reykjavík 23. júlí – 27. júlí. Íslandsmótið nú verður óvenjulegt að því leiti að í stað þess að vera tvö mót eins og síðustu áratugi verður Íslandsmótið nú eitt stórt og veglegt mót. Búast má við miklum fjölda keppanda í ár enda Íslandsmótið einn af hápunktum ársins í hestaíþróttum. Auk þess hafa Fákur og 365 miðlar ákveðið að hefja samstarf um kappreiðar sem sýndar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áætlað er að skipuleggja tvö kappreiðamót í sumar þar sem bæði verður keppt í stökki og skeiði. Fyrsta mótið fer fram í Víðidal í júlí og síðara mótið í ágúst. Nákvæmar dagsetningar og fyrirkomulag verður tilkynnt síðar. Stöð 2 Sport mun áfram verða með reglulega þætti um hestaíþróttir sem Telma Tómasson hefur umsjón með auk útsendinga frá hestaíþróttamótum.
Hestar Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira