Formúla 1

Breytingar hjá McLaren-liðinu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Eric Boullier er bjartsýnn á framtíð McLaren
Eric Boullier er bjartsýnn á framtíð McLaren Vísir/Getty
McLaren hefur sett af stað áætlun til komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Áætlunin felst einna helst í mannabreytingum og vegur þar þyngst ráðning á tveimur loftflæðisérfræðingum. Tony Salter kemur frá Sauber og Guillaume Cattelani frá Lotus.

Eftir að báðir bílar náðu verðlaunasæti í Ástralíu hefur McLaren ekki náð í stig í tvemur síðustu keppnum.



Breytingar verða einnig gerðar á starfsemi liðsins. Skipanir verða beinni og skýrari og samskipti innan liðsins verða einfölduð.

Sett verða nákvæm markmið fyrir þróun bílsins í hverri deild. Þá mun ábyrgð tæknistjórans Tim Goss og yfirverkfræðingsins Matt Morris aukast til muna.



Eric Boullier, keppnisstjóri McLaren er sannfærður um að þessar innanbúða breytingar muni gera gæfumuninn.

„Ég held að þetta stuðli að því að sama fólkið sé að vinna að sameiginlegu marki undir öflugum leiðtoga, góðri leiðsögn og að lágmarki mun það hjálpa þeim að ná aftur fyrri árangri,“ sagði Boullier.

„Við teljum að við munun sjá hag af þessu þegar líður á tímabilið, en hiklaust á næsta ári,“ sagði Boullier.

Nú hafa stóru liðin hafið grunnvinnu við þróun bílanna fyrir næsta tímabil. McLaren ætlar greinilega ekki að láta koma að tómum kofanum hjá sér árið 2015.


Tengdar fréttir

Ron Dennis snéri aftur til að sigra keppnir

Síðasta tímabil var það versta fyrir McLaren síðan árið 1980. Þetta leiddi til þess að keppnisstjóri liðsins, Martin Whitmarsh var tekinn út úr liðinu.

Boullier: Það er hægt að ná Mercedes

Hinn franski keppnisstjóri McLaren, Eric Boullier segist ekki efast um að það sé hægt að ná Mercedes liðinu. Hann telur að brúa megi bilið þó það gæti tekið talsverðan tíma.

Button: Hraði McLaren er ekki nógu mikill

McLaren þarf að grípa til aðgerða strax og koma með talsverðar uppfærslur til Spánar ef liðið vill halda áfram að berjast um verðlaunasæti í formúlu eitt. Þetta er haft eftir Jenson Button sem er annar af ökumönnum McLaren-liðsins.

Bjartsýni ríkir hjá McLaren

McLaren-liðið hefur ekki of miklar áhyggjur af slöku gengi í kínverska kappakstrinum. Hvorki Jenson Button né Kevin Magnussen náðu í stig. Liðið er öruggt í vissu sinni um að miklar framfarir séu framundan.

Dennis: McLaren verður að vinna á árinu

Liðsstjóri McLaren, Ron Dennis segir að lið hans verði að standa uppi með að minnsta kosti einn sigur eftir tímabilið. Þrátt fyrir algjöra yfirburði Mercedes hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×