Lúxusbílaframleiðendur veðja á Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2014 15:45 BMW jók sölu bíla sinna í Brasíliu um 90% á fyrstu 3 mánuðum ársins. Efnahagur í Brasilíu hefur farið mikið batnandi á síðustu árum þó svo nú sé nokkurt bakslag. Efnamiklum Brasilíumönnum hefur fjölgað um meira en helming frá árinu 2002. Af einstökum löndum er Brasilía fjórði stærsti bílamarkaður í heimi og Brasilía er sjöundi stærsti bílaframleiðandi í heimi. Sum af stærri bílafyrirtækjunum eru með verksmiðjur þar, en fáir af lúxusbílaframleiðendunum. Sala á lúxusbílum í Brasilíu jókst um 32% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þrátt fyrir að heildarsala bíla hafi fallið um 5%. Ástæða þess er ekki bara fólgin í bættum efnahag heldur einnig gjaldabreytingum frá brasilíska ríkinu, en álögur á dýrari bíla hafa lækkað. Ennþá eru þó sérstök gjöld á bíla sem framleiddir eru utan Brasilíu og því hafa sumir bílaframleiðendur sett upp verksmiðjur þar til að sneiða hjá þessum gjöldum. Það hefur Mercedes Benz þó ekki enn gert en hyggst breyta því með opnun verksmiðju árið 2016. BMW er langt komið með uppsetningu verksmiðju í Brasilíu og mun hún opna á þessu ári. BMW jók söluna um 90% á fyrstu 3 mánuðum ársins í Brasilíu, en Benz aðeins um 30%. Fleiri lúxusbílaframleiðendur eru einmitt að reisa bílaverksmiðjur í Brasilíu og ætlar Jaguar/Land Rover að opna eina slíka árið 2016 og það hyggst Audi einnig gera. Þetta gera öll þessi fyrirtæki þrátt fyrir bakslagið í efnahagi landsins nú, en trú þeirra byggir á því að það sé aðeins tímabundið bakslag og að efnameira fólki muni áfram fjölga verulega í Brasilíu, en það eru tilvonandi kaupendur bíla þeirra. Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent
Efnahagur í Brasilíu hefur farið mikið batnandi á síðustu árum þó svo nú sé nokkurt bakslag. Efnamiklum Brasilíumönnum hefur fjölgað um meira en helming frá árinu 2002. Af einstökum löndum er Brasilía fjórði stærsti bílamarkaður í heimi og Brasilía er sjöundi stærsti bílaframleiðandi í heimi. Sum af stærri bílafyrirtækjunum eru með verksmiðjur þar, en fáir af lúxusbílaframleiðendunum. Sala á lúxusbílum í Brasilíu jókst um 32% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þrátt fyrir að heildarsala bíla hafi fallið um 5%. Ástæða þess er ekki bara fólgin í bættum efnahag heldur einnig gjaldabreytingum frá brasilíska ríkinu, en álögur á dýrari bíla hafa lækkað. Ennþá eru þó sérstök gjöld á bíla sem framleiddir eru utan Brasilíu og því hafa sumir bílaframleiðendur sett upp verksmiðjur þar til að sneiða hjá þessum gjöldum. Það hefur Mercedes Benz þó ekki enn gert en hyggst breyta því með opnun verksmiðju árið 2016. BMW er langt komið með uppsetningu verksmiðju í Brasilíu og mun hún opna á þessu ári. BMW jók söluna um 90% á fyrstu 3 mánuðum ársins í Brasilíu, en Benz aðeins um 30%. Fleiri lúxusbílaframleiðendur eru einmitt að reisa bílaverksmiðjur í Brasilíu og ætlar Jaguar/Land Rover að opna eina slíka árið 2016 og það hyggst Audi einnig gera. Þetta gera öll þessi fyrirtæki þrátt fyrir bakslagið í efnahagi landsins nú, en trú þeirra byggir á því að það sé aðeins tímabundið bakslag og að efnameira fólki muni áfram fjölga verulega í Brasilíu, en það eru tilvonandi kaupendur bíla þeirra.
Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent