Sexsomnia Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 16. maí 2014 11:00 Sá sem er sofandi man ekki eftir atvikinu og því er það oft bólfélaginn sem líður hvað mest fyrir þessa kynferðislegu áreitni. Vísir/Getty Sexsomnia er talin vera svefnröskun tengd svefngöngu og oftar en ekki eru það þeir sem þjást af þessu sem gengu í svefni sem börn og/eða eiga fjölskyldumeðlimi sem gerðu slíkt. Það virðist þó oft vera þannig að sexsomnia haldist við aðrar svefnraskanir svo sem að ganga í svefni, fótaeirð (pirringur í fótum) og andanauð í svefni (hrotur eða kæfisvefn). Á hverri nóttu skiptist svefninn á milli REM – draumasvefns með aukinni virkni í miðtaugakerfinu, og Non REM svefns eða djúpsvefns þar sem líkaminn er í hvíld. Í REM tímabilum, þá upplifa bæði konur og karlar örvun kynfæra (aukið blóðflæði til kynfæra) nokkrum sinnum yfir nóttina, þó að slíkt fari framhjá flestum. Þeir sem eru með sexsomnia virðast sumir stunda kynferðislegar athafnir þegar þeir eru í REM svefni og með örvuð kynfæri. Því eru nokkrir sérfræðingar sem velta því fyrir sér hvort þessi náttúrulega örvun kynfæra sé að stýra þessu, en þetta er ekki algilt fyrir sexsomnia. Viðkomandi, sofandi gerandinn, man ekkert eftir atvikinu og því er það oft sá sem er við hlið hans í rúminu sem líður hvað mest fyrir þessa hegðun. Gerandinn er talinn vera sofandi og þar með eru gjörðir hans honum óafvitandi þar sem hann var tæknilega meðvitundarlaus og því ekki beinn ásetningur í gjörðunum. Sexsomina virðist vera algengari hjá karlmönnum heldur en konum. Streita, áfengi, misnotkun lyfja og þreyta sökum of lítils svefns virðist geta ýft upp þetta ástand. Áætlað er að 0.5% manna „þjáist“ af þessari röskun. Ef við miðum við að við séum 330 þúsund manns á Íslandi þá jafngildir þetta 1650 einstaklingum. Ég hitti einmitt einn mann nýlega sem glímdi við þetta vandamál en þetta var ekki jafn alvarlegt og í heimildamyndinni en hafði þó valdið smá titringi í sambandinu hans. Fólk greinir gjarnan ekki frá röskuninni því það upplifir ekki að hún sé neitt vandamál eða það skammast sín. Þá er mælt með að læknir aðstoði fyrst við helsta vandamálið t.d. kæfisvefn (eins og í myndinni) og það er oft nóg til að „lækna“ sexsomni-una. Oftar en ekki eru kvíðastillandi lyf gefið fólki með þetta vandamál og það virðist virka vel. Ég man eftir einum manni sem var alltaf að reyna stunda samfarir við konuna sína án þess að hún vaknaði. Sofandi einstaklingur getur ekki gefið samþykki, en það er lykilinn að öllu kynlífi, samþykki. Hér fyrir neðan má sjá heimildamynd um sexsomnia. Heilsa Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sexsomnia er talin vera svefnröskun tengd svefngöngu og oftar en ekki eru það þeir sem þjást af þessu sem gengu í svefni sem börn og/eða eiga fjölskyldumeðlimi sem gerðu slíkt. Það virðist þó oft vera þannig að sexsomnia haldist við aðrar svefnraskanir svo sem að ganga í svefni, fótaeirð (pirringur í fótum) og andanauð í svefni (hrotur eða kæfisvefn). Á hverri nóttu skiptist svefninn á milli REM – draumasvefns með aukinni virkni í miðtaugakerfinu, og Non REM svefns eða djúpsvefns þar sem líkaminn er í hvíld. Í REM tímabilum, þá upplifa bæði konur og karlar örvun kynfæra (aukið blóðflæði til kynfæra) nokkrum sinnum yfir nóttina, þó að slíkt fari framhjá flestum. Þeir sem eru með sexsomnia virðast sumir stunda kynferðislegar athafnir þegar þeir eru í REM svefni og með örvuð kynfæri. Því eru nokkrir sérfræðingar sem velta því fyrir sér hvort þessi náttúrulega örvun kynfæra sé að stýra þessu, en þetta er ekki algilt fyrir sexsomnia. Viðkomandi, sofandi gerandinn, man ekkert eftir atvikinu og því er það oft sá sem er við hlið hans í rúminu sem líður hvað mest fyrir þessa hegðun. Gerandinn er talinn vera sofandi og þar með eru gjörðir hans honum óafvitandi þar sem hann var tæknilega meðvitundarlaus og því ekki beinn ásetningur í gjörðunum. Sexsomina virðist vera algengari hjá karlmönnum heldur en konum. Streita, áfengi, misnotkun lyfja og þreyta sökum of lítils svefns virðist geta ýft upp þetta ástand. Áætlað er að 0.5% manna „þjáist“ af þessari röskun. Ef við miðum við að við séum 330 þúsund manns á Íslandi þá jafngildir þetta 1650 einstaklingum. Ég hitti einmitt einn mann nýlega sem glímdi við þetta vandamál en þetta var ekki jafn alvarlegt og í heimildamyndinni en hafði þó valdið smá titringi í sambandinu hans. Fólk greinir gjarnan ekki frá röskuninni því það upplifir ekki að hún sé neitt vandamál eða það skammast sín. Þá er mælt með að læknir aðstoði fyrst við helsta vandamálið t.d. kæfisvefn (eins og í myndinni) og það er oft nóg til að „lækna“ sexsomni-una. Oftar en ekki eru kvíðastillandi lyf gefið fólki með þetta vandamál og það virðist virka vel. Ég man eftir einum manni sem var alltaf að reyna stunda samfarir við konuna sína án þess að hún vaknaði. Sofandi einstaklingur getur ekki gefið samþykki, en það er lykilinn að öllu kynlífi, samþykki. Hér fyrir neðan má sjá heimildamynd um sexsomnia.
Heilsa Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira