Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins 9. maí 2014 16:27 Jórunn Einarsdóttir leiðir lista Eyjalistans Jórunn Einarsdóttir er nýr oddviti Eyjalistans. Framboðið er sameinað framboð Framsóknarflokksins og Vestmannaeyjalistans sem buðu fram sitt í hvoru lagi árið 2010. Þá fengu Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Um framboðið segir Jórunn: „Við erum alls staðar að, frá miðju til vinstri. Við erum óháð, erum björt framtíð, erum vinstri græn, erum framsókn, og samfylkingin, aðrir eru óháðir. Pólitíska litrófið er mikið og spannar vítt svið. Markmið okkar er að ná hreinum meirihluta í þessum kosningum og fella meirihluta Sjálfstæðismanna, ég tel að staðan sé þannig í bænum í dag að það sé mögulegt. Líklega verða bara tvö framboð í boði fyrir kjósendur í bænum.“ „Vestmannaeyjar eru samfélag sem eru að kljást við ríkið um stærstu málin. Kosningarnar munu snúast um heilbrigðis- og samgöngumál,“ segir Jórunn. „Það er alveg ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna hefur ekki nýtt sér það tækifæri að vera með sinn mann sem ráðherra samgöngu og heilbrigðismála. Staða málaflokkanna er í lausu lofti og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, sérstaklega í heilbrigðismálum. Þögnin er pínleg í þeim efnum“ segir Jórunn. „Íbúarnir, og ekki síst starfsmenn sjúkrahússins þurfa að fá að vita hvað verður, hvers konar stofnun hyggt ríkið reka hér í Vestmannaeyjum.“ Þegar Jórunn er spurð hvort hún sé bæjarstjóraefni flokksins segir hún að framboðið hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvert bæjarstjóraefni listans sé. „Við viljum ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir kosningar, höfum ekki gefið út bæjarstjóraefnið en ýmsar hugmyndir hafa verið uppi. Við höfum skoðað það að ráða faglegan bæjarstjóra til að mynda. Við í Eyjalistanum viljum að málefnin verði ofan á í kosningabaráttunni. Við viljum ekki að kosningabaráttan fari að snúast um tvo einstaklinga.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Jórunn Einarsdóttir er nýr oddviti Eyjalistans. Framboðið er sameinað framboð Framsóknarflokksins og Vestmannaeyjalistans sem buðu fram sitt í hvoru lagi árið 2010. Þá fengu Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Um framboðið segir Jórunn: „Við erum alls staðar að, frá miðju til vinstri. Við erum óháð, erum björt framtíð, erum vinstri græn, erum framsókn, og samfylkingin, aðrir eru óháðir. Pólitíska litrófið er mikið og spannar vítt svið. Markmið okkar er að ná hreinum meirihluta í þessum kosningum og fella meirihluta Sjálfstæðismanna, ég tel að staðan sé þannig í bænum í dag að það sé mögulegt. Líklega verða bara tvö framboð í boði fyrir kjósendur í bænum.“ „Vestmannaeyjar eru samfélag sem eru að kljást við ríkið um stærstu málin. Kosningarnar munu snúast um heilbrigðis- og samgöngumál,“ segir Jórunn. „Það er alveg ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna hefur ekki nýtt sér það tækifæri að vera með sinn mann sem ráðherra samgöngu og heilbrigðismála. Staða málaflokkanna er í lausu lofti og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, sérstaklega í heilbrigðismálum. Þögnin er pínleg í þeim efnum“ segir Jórunn. „Íbúarnir, og ekki síst starfsmenn sjúkrahússins þurfa að fá að vita hvað verður, hvers konar stofnun hyggt ríkið reka hér í Vestmannaeyjum.“ Þegar Jórunn er spurð hvort hún sé bæjarstjóraefni flokksins segir hún að framboðið hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvert bæjarstjóraefni listans sé. „Við viljum ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir kosningar, höfum ekki gefið út bæjarstjóraefnið en ýmsar hugmyndir hafa verið uppi. Við höfum skoðað það að ráða faglegan bæjarstjóra til að mynda. Við í Eyjalistanum viljum að málefnin verði ofan á í kosningabaráttunni. Við viljum ekki að kosningabaráttan fari að snúast um tvo einstaklinga.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira