Frumsýning: Stikla úr Borgríki II 22. apríl 2014 11:32 Annað sýnishornið úr kvikmyndinni Borgríki II - Blóð hraustra manna fylgir fréttinni. Um er að ræða svokallaða kitlu (teaser) en myndin er sjálfstætt framhald myndarinnar Borgríki sem kom út árið 2011. Myndin segir frá Hannesi, metnaðarfullum yfirmanni innra eftirlits lögreglunnar. Til að ráða niðurlögum stórra glæpasamtaka ákveður hann að rannsaka Margeir, spilltan yfirmann í fíkniefnadeild lögreglunnar, eftir að hafa fengið ábendingu frá Gunnari, fyrrum glæpaforingja, sem situr í fangelsi. Hannes afræður að koma ungri lögreglukonu, Andreu, í stöðu njósnara á ferðum Margeirs. Aðgerðirnar leiða Hannes á hálan ís þar sem erfitt reynist að halda skýru höfði eftir því sem hann kemst nær takmarki sínu, að ná bæði Margeiri og erlenda glæpaforingjanum. Leikstjóri myndarinnar er Olaf de Fleur og skrifar hann handritið ásamt Hrafnkeli Stefánssyni. Í helstu hlutverkum eru Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Sigurður Sigurjónsson og Hilmir Snær Guðnason. Framleiðendur eru Kristín Andrea Þórðardóttir og Ragnar Santos. Borgríki II - Blóð hraustra manna verður frumsýnd þann 17. október næstkomandi. Borgríki 2 - Teaser #2 from Olaf de Fleur on Vimeo. Mest lesið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Annað sýnishornið úr kvikmyndinni Borgríki II - Blóð hraustra manna fylgir fréttinni. Um er að ræða svokallaða kitlu (teaser) en myndin er sjálfstætt framhald myndarinnar Borgríki sem kom út árið 2011. Myndin segir frá Hannesi, metnaðarfullum yfirmanni innra eftirlits lögreglunnar. Til að ráða niðurlögum stórra glæpasamtaka ákveður hann að rannsaka Margeir, spilltan yfirmann í fíkniefnadeild lögreglunnar, eftir að hafa fengið ábendingu frá Gunnari, fyrrum glæpaforingja, sem situr í fangelsi. Hannes afræður að koma ungri lögreglukonu, Andreu, í stöðu njósnara á ferðum Margeirs. Aðgerðirnar leiða Hannes á hálan ís þar sem erfitt reynist að halda skýru höfði eftir því sem hann kemst nær takmarki sínu, að ná bæði Margeiri og erlenda glæpaforingjanum. Leikstjóri myndarinnar er Olaf de Fleur og skrifar hann handritið ásamt Hrafnkeli Stefánssyni. Í helstu hlutverkum eru Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Sigurður Sigurjónsson og Hilmir Snær Guðnason. Framleiðendur eru Kristín Andrea Þórðardóttir og Ragnar Santos. Borgríki II - Blóð hraustra manna verður frumsýnd þann 17. október næstkomandi. Borgríki 2 - Teaser #2 from Olaf de Fleur on Vimeo.
Mest lesið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein