Leikstjórnandi Super Bowl-meistara Seattle Seahawks, Russell Wilson, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, Ashton Meem.
Þau hafa verið gift í tvö ár. Þau giftu sig skömmu áður en hann kláraði háskóla en Wilson skilur nú við hana þrem mánuðum eftir að hafa unnið Super Bowl.
Þessi tíðindi koma á óvart enda hafa þau verið par í mörg ár. Þau hjónin unnu saman að mörgum góðgerðarverkefnum og voru talin vera algjört fyrirmyndarpar.
Wilson er mjög trúaður maður og hann vitnaði í biblíuna á Twitter eftir að þessar fréttir voru staðfestar. Það var félag hans sem sendi út fréttatilkynningu um skilnaðinn sem er afar sérstakt.
