Eins og djúsí Big Mac með stórum frönskum Ragnar Trausti Ragnarsson skrifar 24. apríl 2014 22:52 Eftir að hinn hæfileikaríki leikstjóri Sam Raimi blés lífi í Spider-Man árið 2002 með myndinni Spider-Man, með Tobey Maguire í aðalhlutverki, fylgdu tvær myndir í viðbót. Síðasta kom út árið 2007. Þannig lauk Sam sínum þríleik með glæsibrag en það var ekki nóg því árið 2012 fékk leikstjórinn Marc Webb að spreyta sig á ofurhetjunni. The Amazing Spider-Man kom út og skartaði hinum hæfileikaríka Andrew Garfield í þrönga búningnum en að mínu mati er Andrew miklu betri í þessu hlutverki en Tobey. Nú er önnur myndin að koma í kvikmyndahús hér á landi og ber hún heitið The Amazing Spider-Man 2. Eins og Big MacAndrew Garfield þykir betri í þessu hlutverki en Tobey Maguire.Fyrir mér eru Spider-Man myndirnar eins og Big Mac. Í raun og veru eru flest allar ofurhetjumyndir eins og borgarinn góði. Þetta er alltaf sama formúlan, sama sósan og kjötið, og alltaf hlakka ég jafn mikið til að smakka á góðgætinu. En eftir að hafa troðið í mig tæknibrellum og sjónarspilinu þá segi ég alltaf:,,aldrei aftur!“. En auðvitað held ég mig ekki við þá ákvörðun. Miðjumyndir í þríleikjum geta verið leikstjórum erfiðar. Það má ekki spýta of mikið í lófana því eitthvað verður að skilja eftir fyrir grand fínalinn. Dark Knight var til að mynda eiginlega of góð til að vera miðjumynd. Talandi um Dark Knight þá er augljóst að Amazing Spider-Man 2 er undir áhrifum þeirrar myndar og tekur meginþema hennar til sín. Sem er missir og það að takast á við missi. Söguþráður myndarinnar hefur rauðan þráð sem liggur í gegnum hana frá upphafi til enda og það er samband Peters Parker og Gwen Stacy (Emma Stone). Leikurinn þeirra á milli er sannfærandi og kemestrían skín í gegn. Við fylgjumst með Spider-Man bjarga borginni frá glæpamönnum og sjáum samband hans og Gwen þróast. Inn í þennan ástarþráð blandast svo leit Peters að verkefni sem faðir hans Richard Parker (Campbell Scott) var að vinna að fyrir OsCorp. Svo þarf auðvitað illmenni og stærsta ógn Spider-Man í þessari mynd eru Electro (Jamie Foxx) og Harry Osborn (Dane DeHaan). Slappt illmenniJamie Foxx er langt frá því að vera sannfærandi illmenni.Að mínu mati er handrit myndarinnar betra en í fyrri myndinni þar sem þessi mynd er þyngri og hefur fleiri hliðarsögur sem spunnið er vel úr. Því miður virðist það þó vera tilhneiging að teygja lopann ansi mikið í stórmyndum í dag. Það hefði mátt stytta þessa mynd um allavega 20 mínútur. Persónusköpun Electro er auk þess frekar þunn og Jamie Foxx er bara langt frá því að vera nógu sannfærandi sem illmenni. Það er þó annað illmenni sem stelur senunni af Jamie og það er Harry Osborn sem Dane DeHaan leikur (það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að hann verður síðan Green Goblin undir lok myndarinnar). Túlkun hans á Green Goblin er frábær og fólk ætti að fylgjast vel með þessum hæfileikaríka leikara. Þetta er strákur sem á eftir að ná langt. Myndin er mikið sjónarspil í þrívídd. Kvikmyndatakan og listræna stjórnin er framúrskarandi og má sjá mörg gríðarlega flott atriði. Það er þó greinilegt að verið er að bíða með flugeldasýninguna þangað til í þriðju myndinni því flestir bardagarnir eru bundnir við einn stað og aldrei er sköpuð stór ógn sem hefur áhrif á alla borgarbúa, fyrir utan tímabundið rafmagnsleysi. Þessi ógn er undirstrikuð með því að láta flugvélar missa samband við flugturn. Hollywood nýtir sér tenginguna á milli 11. September og flugvéla þarna vel. Geri ráð fyrir að New York búar hræðist ekkert meira en stjórnlausar flugvélar. Ég geri fastlega ráð fyrir því að í þriðju myndinni muni áhorfendur fá að sjá stærri sprengingar og hamfarir, ekki ólíkt því sem við sáum í The Dark Knight Rises. Því þó svo að sjónarspilið sé mikið þá hef ég séð það betra.Helsti ókostur myndarinnar er endirinn sem hefði mátt koma aðeins fyrr. Bardagi Spider-Man við ákveðið illmenni alveg í blálokin er eitthvað sem að mínu mati hefði mátt geyma eða sleppa. Þetta er þó aðeins smáatriði og á heildina litið er myndin gríðarlega góð skemmtun en við megum búast við meiri flugeldasýningu í þriðju myndinni. Ég lofa ykkur því. Málið er bara að þegar á öllu er botninn hvolft þá er Big Mac alltaf jafn góður þó svo að erfitt sé að viðurkenna það. The Amazing Spider-Man 2 er því eins og djúsí Big Mac með stórum frönskum og ískaldri kók. Eitthvað sem allir verða að troða í kjaftinn á sér. 3 þungar stjörnur Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Sannleikurinn: Ísland verður aftur land tækifærissinna Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Magnað myndband frá Úlfi úlfi Harmageddon Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon Lítil virðing borin fyrir kvenkyns hljóðfæraleikurum Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon
Eftir að hinn hæfileikaríki leikstjóri Sam Raimi blés lífi í Spider-Man árið 2002 með myndinni Spider-Man, með Tobey Maguire í aðalhlutverki, fylgdu tvær myndir í viðbót. Síðasta kom út árið 2007. Þannig lauk Sam sínum þríleik með glæsibrag en það var ekki nóg því árið 2012 fékk leikstjórinn Marc Webb að spreyta sig á ofurhetjunni. The Amazing Spider-Man kom út og skartaði hinum hæfileikaríka Andrew Garfield í þrönga búningnum en að mínu mati er Andrew miklu betri í þessu hlutverki en Tobey. Nú er önnur myndin að koma í kvikmyndahús hér á landi og ber hún heitið The Amazing Spider-Man 2. Eins og Big MacAndrew Garfield þykir betri í þessu hlutverki en Tobey Maguire.Fyrir mér eru Spider-Man myndirnar eins og Big Mac. Í raun og veru eru flest allar ofurhetjumyndir eins og borgarinn góði. Þetta er alltaf sama formúlan, sama sósan og kjötið, og alltaf hlakka ég jafn mikið til að smakka á góðgætinu. En eftir að hafa troðið í mig tæknibrellum og sjónarspilinu þá segi ég alltaf:,,aldrei aftur!“. En auðvitað held ég mig ekki við þá ákvörðun. Miðjumyndir í þríleikjum geta verið leikstjórum erfiðar. Það má ekki spýta of mikið í lófana því eitthvað verður að skilja eftir fyrir grand fínalinn. Dark Knight var til að mynda eiginlega of góð til að vera miðjumynd. Talandi um Dark Knight þá er augljóst að Amazing Spider-Man 2 er undir áhrifum þeirrar myndar og tekur meginþema hennar til sín. Sem er missir og það að takast á við missi. Söguþráður myndarinnar hefur rauðan þráð sem liggur í gegnum hana frá upphafi til enda og það er samband Peters Parker og Gwen Stacy (Emma Stone). Leikurinn þeirra á milli er sannfærandi og kemestrían skín í gegn. Við fylgjumst með Spider-Man bjarga borginni frá glæpamönnum og sjáum samband hans og Gwen þróast. Inn í þennan ástarþráð blandast svo leit Peters að verkefni sem faðir hans Richard Parker (Campbell Scott) var að vinna að fyrir OsCorp. Svo þarf auðvitað illmenni og stærsta ógn Spider-Man í þessari mynd eru Electro (Jamie Foxx) og Harry Osborn (Dane DeHaan). Slappt illmenniJamie Foxx er langt frá því að vera sannfærandi illmenni.Að mínu mati er handrit myndarinnar betra en í fyrri myndinni þar sem þessi mynd er þyngri og hefur fleiri hliðarsögur sem spunnið er vel úr. Því miður virðist það þó vera tilhneiging að teygja lopann ansi mikið í stórmyndum í dag. Það hefði mátt stytta þessa mynd um allavega 20 mínútur. Persónusköpun Electro er auk þess frekar þunn og Jamie Foxx er bara langt frá því að vera nógu sannfærandi sem illmenni. Það er þó annað illmenni sem stelur senunni af Jamie og það er Harry Osborn sem Dane DeHaan leikur (það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að hann verður síðan Green Goblin undir lok myndarinnar). Túlkun hans á Green Goblin er frábær og fólk ætti að fylgjast vel með þessum hæfileikaríka leikara. Þetta er strákur sem á eftir að ná langt. Myndin er mikið sjónarspil í þrívídd. Kvikmyndatakan og listræna stjórnin er framúrskarandi og má sjá mörg gríðarlega flott atriði. Það er þó greinilegt að verið er að bíða með flugeldasýninguna þangað til í þriðju myndinni því flestir bardagarnir eru bundnir við einn stað og aldrei er sköpuð stór ógn sem hefur áhrif á alla borgarbúa, fyrir utan tímabundið rafmagnsleysi. Þessi ógn er undirstrikuð með því að láta flugvélar missa samband við flugturn. Hollywood nýtir sér tenginguna á milli 11. September og flugvéla þarna vel. Geri ráð fyrir að New York búar hræðist ekkert meira en stjórnlausar flugvélar. Ég geri fastlega ráð fyrir því að í þriðju myndinni muni áhorfendur fá að sjá stærri sprengingar og hamfarir, ekki ólíkt því sem við sáum í The Dark Knight Rises. Því þó svo að sjónarspilið sé mikið þá hef ég séð það betra.Helsti ókostur myndarinnar er endirinn sem hefði mátt koma aðeins fyrr. Bardagi Spider-Man við ákveðið illmenni alveg í blálokin er eitthvað sem að mínu mati hefði mátt geyma eða sleppa. Þetta er þó aðeins smáatriði og á heildina litið er myndin gríðarlega góð skemmtun en við megum búast við meiri flugeldasýningu í þriðju myndinni. Ég lofa ykkur því. Málið er bara að þegar á öllu er botninn hvolft þá er Big Mac alltaf jafn góður þó svo að erfitt sé að viðurkenna það. The Amazing Spider-Man 2 er því eins og djúsí Big Mac með stórum frönskum og ískaldri kók. Eitthvað sem allir verða að troða í kjaftinn á sér. 3 þungar stjörnur
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Sannleikurinn: Ísland verður aftur land tækifærissinna Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Magnað myndband frá Úlfi úlfi Harmageddon Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon Lítil virðing borin fyrir kvenkyns hljóðfæraleikurum Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon