Sláandi kínversk eftirlíking Ford Raptor Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 10:04 Kínverskir bílaframleiðendur hafa ekki beinlínis verið feimnir við að framleiða eftirlíkingar þekktra evrópskra eða bandarískra bíla og við lítinn fögnuð þeirra. Hér er eitt dæmi þess, en þessi sláandi eftirlíking Ford F-150 pallbílsins er framleiddur af kínverska bílaframleiðandanum Kawei. Kawei er ekki beint að hylja líkindin, en hann er svo líkur einni gerð Ford F-150, þ.e. Ford Raptor bílnum, að eingöngu fáein smáatriði skilja þá að. Þessi bíll er þó á talsvert lægra verði en Ford Raptor og kostar aðeins 16.000 dollara, eða 1,8 milljón króna. Vélarnar sem bjóðast í þessum bíl eiga þó fátt sameiginlegt við öfluga vélina í Ford Raptor því þær eru 141 hestafla bensínvél eða 106 hestafla dísilvél, svo víst er að hann er enginn orkubolti. Kawei seldi aðeins 10.000 svona bíla á síðasta ári, suma þeirra í Afríku og miðausturlöndum. Kawei ætlar að framleiða tvöfalt magn af bílnum á þessu ári. Innanrými Kawei K-1 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent
Kínverskir bílaframleiðendur hafa ekki beinlínis verið feimnir við að framleiða eftirlíkingar þekktra evrópskra eða bandarískra bíla og við lítinn fögnuð þeirra. Hér er eitt dæmi þess, en þessi sláandi eftirlíking Ford F-150 pallbílsins er framleiddur af kínverska bílaframleiðandanum Kawei. Kawei er ekki beint að hylja líkindin, en hann er svo líkur einni gerð Ford F-150, þ.e. Ford Raptor bílnum, að eingöngu fáein smáatriði skilja þá að. Þessi bíll er þó á talsvert lægra verði en Ford Raptor og kostar aðeins 16.000 dollara, eða 1,8 milljón króna. Vélarnar sem bjóðast í þessum bíl eiga þó fátt sameiginlegt við öfluga vélina í Ford Raptor því þær eru 141 hestafla bensínvél eða 106 hestafla dísilvél, svo víst er að hann er enginn orkubolti. Kawei seldi aðeins 10.000 svona bíla á síðasta ári, suma þeirra í Afríku og miðausturlöndum. Kawei ætlar að framleiða tvöfalt magn af bílnum á þessu ári. Innanrými Kawei K-1
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent