Ben Martin enn í forystusætinu í Louisiana 26. apríl 2014 11:42 Það virðist fátt geta stöðvað Ben Martin á Zurich Classic AP/Vísir Eftir aðeins tvo hringi á Zurich Classic leiðir Bandaríkjamaðurinn Ben Martin mótið en hann er heilum 15 höggum undir pari. Í öðru sæti er landi hans Andrew Svoboda á 12 höggum undir pari en Seung-Yul Noh og Robert Streb eru jafnir í þriðja sæti á 11 höggum undir. Martin hefur leikið nánast gallalaus golf hingað til í mótinu og virðist vera á góðri leið með að sigra sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni. Skor kylfinga í mótinu hefur almennt verið mjög gott og virðist hinn fallegi TPC Luisiana völlur ekki vera stór hindrun fyrir marga af bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar. Það voru þó nokkur þekkt nöfn sem ekki komust í gegn um niðurskurðinn sem miðaðist við tvö högg undir pari en þar ber helst að nefna Ernie Els og Rickie Fowler. Þá er gaman að sjá nokkrar gamlar kempur ofarlega á skortöflunni sem lítið hefur farið fyrir undanfarin ár. Bæði David Duval, fyrrum besti kylfingur heims, og Retief Goosen eru á sjö höggum undir pari og gætu með góðum hring í dag blandað sér í baráttu um sigurinn. Áhugavert verður að sjá hvort að Ben Martin stenst pressuna yfir helgina en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 17:00 í kvöld. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eftir aðeins tvo hringi á Zurich Classic leiðir Bandaríkjamaðurinn Ben Martin mótið en hann er heilum 15 höggum undir pari. Í öðru sæti er landi hans Andrew Svoboda á 12 höggum undir pari en Seung-Yul Noh og Robert Streb eru jafnir í þriðja sæti á 11 höggum undir. Martin hefur leikið nánast gallalaus golf hingað til í mótinu og virðist vera á góðri leið með að sigra sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni. Skor kylfinga í mótinu hefur almennt verið mjög gott og virðist hinn fallegi TPC Luisiana völlur ekki vera stór hindrun fyrir marga af bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar. Það voru þó nokkur þekkt nöfn sem ekki komust í gegn um niðurskurðinn sem miðaðist við tvö högg undir pari en þar ber helst að nefna Ernie Els og Rickie Fowler. Þá er gaman að sjá nokkrar gamlar kempur ofarlega á skortöflunni sem lítið hefur farið fyrir undanfarin ár. Bæði David Duval, fyrrum besti kylfingur heims, og Retief Goosen eru á sjö höggum undir pari og gætu með góðum hring í dag blandað sér í baráttu um sigurinn. Áhugavert verður að sjá hvort að Ben Martin stenst pressuna yfir helgina en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 17:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira