"Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri“ Baldvin Þormóðsson skrifar 27. apríl 2014 23:24 Brynjar Dagur er virkilega hæfileikaríkur dansari. Vísir/Andri „Mér líður mjög vel,“ segir hinn ungi dansari, Brynjar Dagur Albertsson í viðtali við Vísi en hann vann sigur í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í kvöld. „Þetta er búið að vera svo geggjað ævintýri,“ segir sigurvegarinn. „Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ Aðspurður hvað Brynjar Dagur ætli að gera við verðlaunaféð segist hann ætla að eyða einhverju í dansinn og eiga síðan eitthvað fyrir framtíðina. „Síðan kaupi ég mér bara eitthvað flott,“ segir Brynjar og hlær. Ungi dansarinn hefur þó fleiri áhugamál en hann er að sækja um í tölvu- og forritunarnám í Tækniskólanum. „Pabbi minn er forritari og mig hefur alltaf langað til þess að læra það líka.“ Brynjar segir að af dómurunum þá sé Bubbi Morthens í uppáhaldi. „Mér finnst hann bara svo skemmtilegur og algjör kóngur.“Jón Arnór er svakalegur á sviði.Vísir/AndriTöfraði sig inn í hjörtu Íslendinga Sá sem þurfti að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti var töframaðurinn Jón Arnór Pétursson, en hann náði að töfra sig inn í hjörtu margra Íslendinga á undanförnum vikum þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í fyrsta sæti. Aðspurður segist Jón Arnór þó ekki láta ósigurinn á sig fá. „Mér líður bara vel,“ segir ungi töframaðurinn sem bætir því við að það muni ekkert stöðva hann í töfrabransanum. „Ég myndi aldrei hætta að töfra,“ segir Jón Arnór en áhugasamir geta bókað töframanninn í veislur eða uppákomur. „Það er bara hægt að hringja í pabba.“Þórunn Antonía er ánægð með niðurstöður kvöldsins.Vísir/AndriVissi ekkert við hverju átti að búastÞórunn Antonía Magnúsdóttir var ein dómara Ísland Got Talent en hún segir keppnina hafa verið frábæra lífsreynslu. „Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég tók við þessu verkefni,“ segir söngkonan. „Þegar maður er sjálfur listamaður þá er svolítið skrítið að setja sig í þessa aðstöðu að dæma aðra,“ segir Þórunn sem bætir því við að það kom henni verulega á óvart hvað verkefnið var skemmtilegt, krefjandi og gefandi. Aðspurð hvað henni finnist um niðurstöður kvöldsins segist hún vera rosalega ánægð. „Ég hefði líka verið sátt við öll atriði úrslitakvöldsins að enda sem siguratriði,’’ segir Þórunn. ,,En með Brynjar Dag, það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi ótvíræða hæfileika, hann er ótrúlegur þessi strákur eins og hinir krakkarnir.“ Þórunn segist ekki vita hvernig dómaraskipanin verður í næstu seríu þáttarins en hún bætir því við að hún hefði klárlega áhuga á að taka að sér verkefnið aftur. Brynjar Dagur mætti í viðtal í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun og talaði um upplifun sína af keppninni. Hér má hlusta á viðtalið. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14 Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15 Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Sjá meira
„Mér líður mjög vel,“ segir hinn ungi dansari, Brynjar Dagur Albertsson í viðtali við Vísi en hann vann sigur í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í kvöld. „Þetta er búið að vera svo geggjað ævintýri,“ segir sigurvegarinn. „Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ Aðspurður hvað Brynjar Dagur ætli að gera við verðlaunaféð segist hann ætla að eyða einhverju í dansinn og eiga síðan eitthvað fyrir framtíðina. „Síðan kaupi ég mér bara eitthvað flott,“ segir Brynjar og hlær. Ungi dansarinn hefur þó fleiri áhugamál en hann er að sækja um í tölvu- og forritunarnám í Tækniskólanum. „Pabbi minn er forritari og mig hefur alltaf langað til þess að læra það líka.“ Brynjar segir að af dómurunum þá sé Bubbi Morthens í uppáhaldi. „Mér finnst hann bara svo skemmtilegur og algjör kóngur.“Jón Arnór er svakalegur á sviði.Vísir/AndriTöfraði sig inn í hjörtu Íslendinga Sá sem þurfti að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti var töframaðurinn Jón Arnór Pétursson, en hann náði að töfra sig inn í hjörtu margra Íslendinga á undanförnum vikum þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í fyrsta sæti. Aðspurður segist Jón Arnór þó ekki láta ósigurinn á sig fá. „Mér líður bara vel,“ segir ungi töframaðurinn sem bætir því við að það muni ekkert stöðva hann í töfrabransanum. „Ég myndi aldrei hætta að töfra,“ segir Jón Arnór en áhugasamir geta bókað töframanninn í veislur eða uppákomur. „Það er bara hægt að hringja í pabba.“Þórunn Antonía er ánægð með niðurstöður kvöldsins.Vísir/AndriVissi ekkert við hverju átti að búastÞórunn Antonía Magnúsdóttir var ein dómara Ísland Got Talent en hún segir keppnina hafa verið frábæra lífsreynslu. „Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég tók við þessu verkefni,“ segir söngkonan. „Þegar maður er sjálfur listamaður þá er svolítið skrítið að setja sig í þessa aðstöðu að dæma aðra,“ segir Þórunn sem bætir því við að það kom henni verulega á óvart hvað verkefnið var skemmtilegt, krefjandi og gefandi. Aðspurð hvað henni finnist um niðurstöður kvöldsins segist hún vera rosalega ánægð. „Ég hefði líka verið sátt við öll atriði úrslitakvöldsins að enda sem siguratriði,’’ segir Þórunn. ,,En með Brynjar Dag, það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi ótvíræða hæfileika, hann er ótrúlegur þessi strákur eins og hinir krakkarnir.“ Þórunn segist ekki vita hvernig dómaraskipanin verður í næstu seríu þáttarins en hún bætir því við að hún hefði klárlega áhuga á að taka að sér verkefnið aftur. Brynjar Dagur mætti í viðtal í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun og talaði um upplifun sína af keppninni. Hér má hlusta á viðtalið.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14 Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15 Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Sjá meira
Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14
Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15
Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30